Skagfirðingabók - 01.01.1989, Blaðsíða 107
BRUNINN Á HÓLUM í HJALTADAL
áttu síðan að vinna kort eftir um veturinn. Einnig þurfti
matarnefnd, sem venjulega var skipuð þremur skólapiltum
eldri deildar, að draga að matarforða og búa til geymslu
undir veturinn. Þá gripu skólasveinar í verk fyrir búið, ef á
þurfti að halda, fóru í smalamennsku, sendiferðir o.fl.
Mildur haustdagur hafði runnið sitt skeið. Rökkurhjúpur
næturinnar lá yfir Hjaltadalnum og sofandi íbúum hans.
Logn var á eða léttur andblær, frost vægt og jörð auð að
mestu; smásnjódílar hér og þar um tún og engjar, leifar af
allmiklum snjó, sem gerði fyrr um haustið.
A Hólastað voru flestir gengnir til svefnhúsa sinna, kenn-
arar, skólasveinar og starfsfólk, enda komið fram yfir mið-
nætti. Nokkrir voru þegar sofnaðir, en fáeinir þó enn á ferli.
I kjallara heimavistarhússins var eldhús, matstofa og að
nokkru birgðageymsla skólasveina fyrir kjöt, slátur o.fl.
Þetta kvöld voru þrjár stúlkur við sláturstörf í eldhúsi og
þrír skólasveinar að höggva og brytja niður kjöt. Þarna var
glatt á hjalla eins og vera ber, þegar góðu dagsverki er að
ljúka, og ekki vitað annað en við tæki róleg næturhvíld. En
dag skal að kveldi lofa og nótt að morgni. Skyndilega
heyrðum við kallað: „Það er kviknað í húsinu, vill ekki eitt-
hvert ykkar hlaupa út í skólahús og vekja Pál skólastjóra."
Eg varð til þess að hlaupa úteftir og vekja Pál, sem þá var
nýsofnaður. Það var Hildur Björnsdóttir, kona Jósefs kenn-
ara, sem kom niður í kjallara til okkar og sagði frá eldinum.
Hún var komin inn í svefnherbergi þeirra hjóna, en þetta
kvöld gekk hún venju fremur seint til náða, hafði unnið við
sláturgerð um daginn, og vetrarstúlka hennar var enn að
störfum í kjallara.
Jósef var háttaður, en ekki sofnaður. Svefnherbergi þeirra
var í suðurenda neðstu hæðar. Snögglega heyrðist þeim líkt
og regn félli á þak hússins. Heimildarmönnum ber flestum
saman um, að Hildur hafi átt þvott á snúru austan við hús-
ið. Er trúlegt, að henni hafi orðið hugsað til hans, ef byrjað
103