Skagfirðingabók - 01.01.1989, Blaðsíða 169
GÓÐIR NÁGRANNAR OG FLEIRA FÓLK
höfundar. Höskuldur var húsmennskumaður hjá okkur
nokkur ár. Hann hafði mikla söngrödd, var hár til hnésins
og líka þar fyrir ofan. Þess vegna tók hann bakfall, þegar
hann söng. Hann var mér afskaplega góður og spilaði við
mig bæði kasínu og pikket, enda var ég þvílíkt spilafífl í þá
daga, að enginn hafði frið fyrir mér af þeim, sem ég á annað
borð þorði til við.
Sveinn Stefánsson, hálfbróðir Höskuldar, spilaði líka við
mig, þegar hann gisti. Um þetta leyti var hann húsmennsku-
maður í Flatatungu og kom stundum til okkar, enda ekki
mikið bundinn við störf. Sveinn var dálítið sér um hætti, en
barngóður, og án efa bezti maður. Hann hafði gaman af að
spila, bauð mér auk heldur í spil, en kom betur að vera ekki
lengi í tapi, stóð þá fljótlega upp og hafði ekki áhuga. Svo
var um fleiri í þá daga, og heyrði ég sagt frá því, að menn
ruku fokvondir upp og köstuðu spilunum á borðið. A
Silfrastöðum var margt fólk í heimili og mikið spilað á þess-
um árum. Þar var þá í húsmennsku eldri maður, Jóhannes
Jónsson að nafni. Jóhannes var hæglátur maður og gæflynd-
ur, að ég ætla, og hafði gaman af spilum. Eg heyrði sagt frá
því, að kvöld eitt, þegar hann hafði lengi verið í tapi, kastaði
hann spilunum á borðið og sagði: „Ja, nú stend ég upp, því
nú er ég reiður!" En þetta mun hafa verið peningaspil. Víðar
var spilað upp á peninga í þá daga og gat víst orðið að
ástríðu. Hjá okkur var aldrei spilað upp á peninga. Þó hef
ég einu sinni spilað upp á eldspýtur og var gildandi, enda
tapaði ég heilu búnti. A bernskudögum safnaði ég hins veg-
ar sveskjusteinum um jól, og um þá spiluðum við manna og
þrettán aura vist; stundum voru notuð glerbrot, ef leirdisk-
ur hafði brotnað. Líklega jók þetta kapp og áhuga, en sund-
urþykki man ég ekki eftir í sambandi við þessa saklausu
skemmtun. Ei að síður veit ég með sann, að ýmsir voru svo
blóðheitir að þola illa tap, þó að fjármál kæmu þar ekki við
sögu. Þannig heyrði ég pabba segja frá því, að þegar hann
165