Skagfirðingabók - 01.01.1989, Blaðsíða 118
SKAGFIRÐINGABÓK
nefndan dag. Vinnukona hennar fór upp á Náströnd um
kvöldið, en þar lá í rúminu vetrarstúlka Tómasar kennara
þennan dag. Hún hélt á lampa, fór upp stigann í suðaustur-
horni og norður ganginn. Þetta var alllöngu áður en háttað
var. Eldavél hennar, sem stóð við syðri skorsteininn, var
orðin köld um kvöldið.
Jósef J. Björnsson, sem næstur kom fyrir réttinn, stað-
festir, að þeim hjónum hafi heyrzt regn dynja á þaki húss-
ins, og þess vegna leit kona hans út um gluggann. Hann tel-
ur fráleitt, að kviknað hafi út frá reykháfnum, neistaflug var
ekki upp úr honum, og þegar hann var felldur, bar ekki á
neistum í sótinu. Yfirheyrður tapaði í brunanum mestöllum
matarforða sínum til vetrarins, en bækur og innanstokks-
munir björguðust að mestu.
Tómas Jóhannsson skýrir fyrst frá því, að Hildur vakti
hann, svo og ferð hans upp á efstu hæð hússins og hvernig
hann hljóp milli herbergja til að vekja þá, sem sofnaðir
voru. Er þessu nánar lýst áður. Hann segist sjálfur hafa
gengið frá öllum útbúnaði, þegar ofninn var settur upp á
Spítalanum veturinn áður. Hafi þar að öllu leyti verið farið
eftir fyrirmælum brunamálalaganna. Hann telur útilokað,
að kviknað hafi í út frá ofninum, því reykpípa lá frá honum
gegnum járnplötu á þilinu og í reykháfinn, enda hafi sér
virzt eldurinn vera í fatakompunni, þegar hann kom fyrst
að, en alllangt var þaðan að reykháfnum. Hann tekur einnig
fram, að reykháfurinn hafi verið hreinsaður í fyrravetur og
eldhætta lítil af sóti, vegna þess hversu víður hann var eða
manngengur. A honum var aðeins eitt sóthreinsunarop niðri
í kjallara.
Við brunann missti Tómas mestallan matvælaforða sinn
fyrir komandi vetur, svo og eldhúsgögn mestöll og nokkuð
af fötum. Um upptök og tildrög brunans getur hann ekkert
upplýst.
Ástríður Magnúsdóttir, kona Tómasar, ber fyrir rétti, að
114