Skagfirðingabók - 01.01.1989, Blaðsíða 173
GÓÐIR NÁGRANNAR OG FLEIRA FÖLK
Höskuldur Stefánsson kenndi mér mannganginn í skák.
Eg fór til Jóhanns í Borgargerði og fékk lánað tafl, en góð
vinátta var milli heimilanna og hélzt alla tíð. En með því að
mig langaði til að eiga þvílíka gersemi, þá tálgaði ég mína
eigin skákmenn eftir þessu tafli. A þeim árum hneigðist
hugur minn mjög til smíða og kann að hafa stafað nokkuð
af því, að faðir minn fékkst dálítið við þá iðju. Efnið í þessa
skákmenn fékk ég úr girðingarstaur, sem ég stal frá Hösk-
uldi vini mínum. Taflborðið gerði ég þannig, að ég markaði
reitina með blýanti, litaði síðan annan hvern með bleki.
Þennan grip á ég víst enn, þó eitthvað af taflmönnum hafi ef
til vill drukknað í ölduróti tímans. Heldur var borðið lítið,
en hæfði víst aðstæðum. A þessu taflborði fylktum við
Höskuldur og öttum saman liði, báðum til andlegrar upp-
byggingar og skemmtunar. I þennan tíma var Höskuldur
hættur sleðaferðum til og frá Sauðárkróki á vetrum og hafði
því ekki mikið við bundið. Hann var því vel tilleiðanlegur
að stytta okkur stundir við spil og tafl, enda var hann mér
alla tíð ákaflega góður. Og þó að hvorugur okkar hlyti stór-
meistaragráðu, þá var það með skákina eins og sönginn:
þetta nægði okkur. Höskuldur gat rakið flesta leiki til baka
og fengið allt önnur úrslit, ef hrók eða peði eða biskupi
hefði verið leikið á annan veg; má því vera, að hann hefði
orðið liðtækur skákmaður með æfingu og tilsögn.
Höskuldur gekk stundum til rjúpna, en sá ekki vel og var
fremur óheppinn veiðimaður. Jafnan kunni hann þó frá
ýmsu merkilegu að segja úr þeim ferðum og vissi ætíð,
hvernig farið hefði, ef púðrið hefði ekki blotnað í kveiki-
pípu framhlaðningsins og síðan brunnið fyrir, ásamt fleiri
uppákomum.
Höskuldur var ókvæntur og aldrei við búskap. Meðan
hann dvaldist í Blönduhlíð og átti þar heimili, var hann tíð-
um í ækisferðum til Sauðárkróks á vetrum. En í þá tíð voru
169