Skagfirðingabók - 01.01.1989, Blaðsíða 14
SKAGFIRÐINGABÓK
víðar. Hann var í kaupavinnu á sumrum með grenjavinnsl-
unni, enda ágætur heyskaparmaður og sérstaklega mikil-
virkur við slátt.
Vorið 1932 lá Gunnar á greni í landi Hóls, skammt frá
Hólsseli. Grenið var ofarlega í brattri brekku, en skammt
fyrir neðan er tjörn. Björn Sigtryggsson frá Hóli var vöku-
maður. Fyrstu nóttina náðu þeir grenlægjunni og einum
yrðlingi. Gunnar átti þá sænska Huskvarna-byssu nr. 10,
gamla og slitna, en fór vel með skot. Gunnar hlóð þau sjálf-
ur eins og flestir á þeirri tíð. Nú vantaði hann æti handa
yrðlingnum og fór niður á tjarnarbakkann og komst í færi
við rjúpu. Hann var með Huskvarna-byssuna og frekar lítið
skot í henni, en þegar hann skaut, kastaðist hann aftur fyrir
sig og vankaðist. Þegar hann áttaði sig, var Björn að stumra
yfir honum, og sagði Björn, að það hefði verið ófögur sjón.
Andlitið var allt svart af púðurreyk og sóti, og fyrir neðan
hægra augað sá nóta fyrir skothylkinu (patrónunni) úr byss-
unni, sem lá þar skammt frá, og blóð rann úr auganu. Þegar
Gunnar hafði jafnað sig, áttaði hann sig á, hvað gerzt hafði:
Þegar skotið reið af, bilaði byssulásinn og hún opnaðist,
höglin þeyttust sína leið, en skothylkið - úr kopar - skauzt
aftur úr henni og lenti í kinninni rétt fyrir neðan augað og
sökk á kaf, aðeins rönd stóð út úr. „Það blæddi ekkert úr
sárinu,“ sagði Gunnar mörgum árum síðar í blaðaviðtali.
„Eg hafði heyrt að blóðeitrun gæti hlaupið í sár, ef spansk-
græna úr látúninu kæmist í það. Fór ég þá að reyna að losa
patrónuna, stakk fingrinum framan í hana og fór að skaka
hana til, en hún var blýföst. Smátt og smátt losnaði hún þó.
Beinahrönglið fór að hrynja niður í sárið eftir því sem hún
losnaði. Það voru mestu kvalir, sem ég hef nokkurn tíma
liðið. En mér tókst að losa patrónuna. . . . En nú tók að
blæða glatt, lagsmaður.“ Um stund missti Gunnar rænuna.
Hann vaknaði þó innan tíðar og bað Björn að hlaupa til
12