Skagfirðingabók - 01.01.1989, Blaðsíða 160
SKAGFIRÐINGABÓK
árdal, en fluttust þaðan til Vesturheims árið 1888. Páll, ann-
ar bróðirinn, sem fluttist vestur, fór ekki fyrr en 1904 ásamt
konu sinni, Ingigerði Bjarnadóttur; þau fluttu frá Gilhaga-
seli og settust að á Gimli, skammt frá bæ Gísla. Björg giftist
Jóni Sölvasyni frá Löngumýri í Austur-Húnavatnssýslu, og
bjuggu þau í Bellingham. Sesselja kynntist manni sínum á
Undirfelli í Vatnsdal, þar sem þau voru bæði í kaupavinnu
hjá sr. Hjörleifi og frú Björgu frá Mælifellsá. Hann hét Geir
Kristjánsson og var lærður trésmiður frá Hafnarfirði. Þau
bjuggu í Grand Forks. Sigríður dóttir þeirra var fjórða ís-
lenzka konan, sem tók læknispróf. Sigurlaug var yngst þess-
ara systkina, sem fóru vestur. Hún giftist þarlendum manni,
og bjuggu þau í Chicago. Þessi vísa var gerð um systkinin:
Helga, Gísli, Guðlaug mín,
Guðrún, Jórunn, Páll, Kristín,
Sesselja, Björg, Sigurlaug,
systkini eru talin þaug.
Og sennilega er vísan eftir Símon Dalaskáld.
Það var hart í ári, þegar þetta frændfólk mitt fluttist úr
Skagafirði, en allt taldi sig hafa gjört rétt að fara vegna þess
ástands, sem ríkti hér á Islandi bæði hvað veðurfar snerti og
alls konar óáran. Börn og barnabörn þessara systkina hafa
komið í heimsókn til Islands og þá ætíð farið í Skagafjörð.
Þetta fólk er allt vel menntað, og sumt af því talar góða ís-
lenzku.
Arið 1907 var ég 18 ára gömul og hafði þá verið í vistum
hjá kaupmanninum og lækninum. A þeim árum var ekki úr
mörgu að velja á atvinnusviðinu fyrir ungar stúlkur nema
vinnumennsku í sveit eða kaupstað. Eg vildi nú ekki binda
mig lengur í ársvist, langaði til að vera dálítið frjálsari, og
datt mér þá í hug að komast í kaupavinnu, þar var líka betur
borgað en í vistum.
156