Skagfirðingabók - 01.01.1989, Blaðsíða 91
LANDNÁM UNA í UNADAL
Leiðin um byggð liggur þá frá Þverá niður Hrolleifsdal, inn
Höfðahólana, vaða þarf Höfðaána, sendast síðan yfir mýrar
og móa, vaða Gljúfurána, arka inn með öllu fjalli, vaða
Gráslækinn og halda að lokum fram Unadalinn, segjum að
Hrauni. Þessi leið mun vera 16-20 km löng, blaut og áreið-
anlega ógreiðfær á landnámsöld. - Hin leiðin er að fara yfir
fjallið, Þverárdal og Ardal, um 10 km leið, svo sem að fram-
an greinir. A þeirri leið þarf ekki að fara yfir neinn læk,
hægt er að ganga þurrum fótum alla leiðina.
Það er því ekkert vafamál, hvor leiðin hefur verið valin á
landnámstíð og æ síðan allt fram á okkar daga, áður en vegir
voru lagðir og bílar komu til sögunnar.
Ur Vatnsdæla sögu
Af VATNSDÆLU má ráða, að þegar Hrolleifur fór heim til sín
úr Unadal, hafi hann gengið upp frá bæ Una. Eftir því hefði
Uni átt að búa að austanverðu í dalnum, enda er það hald
allra, er dalinn hafa byggt, að svo hafi verið.
Eitt sinn, er ég var tólf ára, var ég staddur á Hofsósi.
Mætti ég þá manni, sem heilsaði mér og sagði: „Hvaðan ert
þú, drengur minn?“ Eg sagðist vera frá Hrauni í Unadal.
„Þú átt þá heima á landnámsjörð Una, og slétti flöturinn
fyrir utan Hraunshólana heitir Orrustuflötur. Þar barðist
Oddur, son Una, við Hrolleif, og heitir þar síðan Orrustu-
flötur.“ Þetta sagði þessi maður. Eg spurði hann, hvaðan
hann væri, og kvaðst hann vera frá Reykjavík. Aldrei vissi
ég, hver hann var, en merkilegt þótti mér, að hann skyldi
þekkja flötinn fyrir utan hólana. Þetta segir reyndar lítið, en
þó gæti það verið rétt, því að samkvæmt frásögn Vatnsdælu
börðust þeir „upp frá bæ Una".
Höfða-Þórður kemur við sögu Una í Unadal. Það er sagt,
að Þórður hafi numið land milli Unadalsár og Hrolleifsdals-
ár. Landnám þetta var geysistórt. A þessu svæði hafa verið
87