Skagfirðingabók - 01.01.1989, Blaðsíða 162
SKAGFIRÐINGABÓK
og þá tíðkaðist á þeim árum, baðstofa og hjónahús í suður-
enda, þar sem hjónin sváfu, en í baðstofunni sváfum við
stúlkurnar ásamt þeim bræðrum Eiríki og Jóhannesi. Okkur
ungu stúlkunum fannst þetta nú dálítið skrýtið fyrst að hafa
strákana þarna andspænis okkur, og tísti oft í okkur af
hlátri, en þeir tóku þessu vel og töldu þetta ekkert vanda-
mál.
Eg á margar góðar minningar frá þessu sumri, og á þar
stærstan hlut Guðrún húsmóðir mín. Hún var eins og áður
segir mikil búkona, en samt rausnarleg í mat og gestrisin,
því að þangað komu margir. Kjöt var oft á borðum hjá
henni, og ég held, að það hafi verið af sauðum, því að það
var svo feitt og bragðgott. Þá máttu allir borða feitt kjöt.
Stundum voru baunir með, þá frekar þykkar með smjöri út
í. Þetta var kjarngóð fæða og holl, en við reyndum líka að
vinna vel og dyggilega, sem vera bar.
Svo var það flatbrauðið hennar Guðrúnar, sem var dag-
lega á borðum og var mikið hnossgæti. Eg hjálpaði henni
stundum til að hnoða deigið og lærði þá um leið, hvernig
það var búið til. Bjó ég að því síðar á ævinni, þegar ég fór að
búa. Þau voru fjarska notaleg við fólkið og vildu áreiðan-
lega, að öllum liði vel.
Guðmundur átti góða hesta og fór vel með þá. Þeir voru
líka fallegir. Rétt fyrir eina helgina fréttu bræðurnir, að
halda ætti héraðsmót í Bólstaðarhlíð og komu því til leiðar,
að við stelpurnar fengum að fara með þeim. Húsbóndinn
tók þessu vel og þá ekki síður húsmóðirin. Við fengum lán-
aða söðla, því að þá áttum við ekki til, og lagt var á gæðing-
ana og haldið af stað nokkuð snemma á sunnudagsmorgni.
Við fórum yfir Vatnsskarð, og var það nokkuð löng leið á
hestum í þá daga, þótt fljótir séu bílarnir að fara það í dag.
Mikill fjöldi var mættur á héraðsmótið, sem fór hið bezta
fram í indælu veðri með margs konar skemmtiatriðum.
Tvisvar um sumarið fór ég að heimsækja móðursystur
158