Skagfirðingabók - 01.01.1989, Blaðsíða 142
SKAGFIRÐINGABÓK
Til umráða og umsvifa var okkur fengin syðri kennslu-
stofan. Þar sváfum við, í flestum rúmunum tveir saman.
Voru sett upp nokkur gömul rúmstæði, sem til voru, en
önnur slegin saman úr borðum. Þau voru sett hlið við hlið
að vestan og sunnan í stofunni. Auk rúmanna voru þarna
hirzlur okkar, sem bjargazt höfðu, svo og föt og bækur.
Þrengslin höfðu ótrúlega lítil áhrif á skólalífið. Olnboga-
rými var að vísu mjög takmarkað, en allir sættu sig við
þröngan bás. Kennslan fór fram í norðurstofunni; þar lásum
við einnig á kvöldin, þó ekki væri þar alltaf hljótt. Strákar
þurftu stundum að reyna krafta sína. Matarfélag nemenda
var lagt niður, enda eyðilagðist mest af matarforðanum í
eldinum. Páll skólastjóri seldi okkur fæði um veturinn og
var mjög sanngjarn í viðskiptum.
Málfundir á laugardagskvöldum og dansleikir á sunnu-
dögum fylgdu gamalli hefð. En aðalskemmtunina, þorra-
blótið, varð að fella niður vegna þrengsla.
Ekki minnist ég neinna leiðinda eða árekstra milli fólks-
ins, þó að heimilið væri stórt. Samstaða nemenda og sam-
búð var með ágætum, glens og smáhrekkir innan hóflegra
marka. Um stjórnun alla á þessu stóra heimili reyndi auðvit-
að mest á skólastjórahjónin, Pál og Guðrúnu, og er víst, að
hún fórst þeim vel úr hendi. Páll var skjótur til úrræða, létt-
ur og skemmtilegur, Guðrún stjórnsöm og háttvís og naut
virðingar allra. Hinu má svo bæta við, sem á engan hátt rýr-
ir þó hlut skólastjórahjónanna: Ég held það hafi verið gott
að stjórna okkur. Meðal okkar voru engir þverhausar eða
leiðindapokar. Þótt lestrarhestar ættu afkima fáa utan svefn-
og kennslustofu, vildu þeir stunda fræði sín í næði, kom það
ekki svo mjög að sök. Einkunnir okkar um vorið urðu held
ég sambærilegar við það, sem algengt var og efni stóðu til.
Við kvöddumst á Hólahlaði í apríllok vorið 1927 og héld-
um hver til síns heima. Lífsstarfið beið okkar. Meirihlutinn
valdi starf bóndans. Ég hygg, að við höfum haft gott af
138