Skagfirðingabók - 01.01.1989, Blaðsíða 138
SKAGFIRÐINGABÓK
húsinu og á eftir manninum, sem ekki lét þá nálgast og fór
upp norðan við húsið. Alitu þeir þá að búið væri að loka
aðaldyrum, en Trausti mundi ætla sér inn um bakdyrnar að
austan. Ætluðu þeir að gera slíkt hið sama. Þegar þeir komu
austur fyrir, var maðurinn kominn langt upp á tún og gerði
hvorki að anza né líta við, þótt þeir kölluðu til hans. Þeir
fóru þá inn um bakdyrnar við svo búið.
Þegar Gunnlaugur kom upp í herbergi sitt, vantaði Jón
bróður hans, en frá honum lágu þau orð að láta sig vita,
þegar Gunnlaugur kæmi heim og nefndi herbergið hvar
hann væri að finna. Fór Gunnlaugur þangað, og sat Jón þar,
en hinir háttaðir. Spurði Gunnlaugur bróður sinn, hvort
hann færi ekki að koma og hátta. Jón kvað svo vera. Gunn-
laugur fór þá til herbegis síns og bjóst til svefns og skipti sér
ekki af Jóni frekar.
Ekki kom Jón strax, en þess í stað heyrði Gunnlaugur
talsverðan umgang og jafnvel hlaup fram og aftur, en lét sig
það engu varða. Eftir æði langa stund kemur Jón, þeytir
upp hurðinni með brjálæðisfasi, henti sér ofan á Gunnlaug,
þar sem hann lá í rúminu, og þreif í hann dauðahaldi og
sagði: „Þeir eru alls staðar, herbergið er alveg fullt. Eg sé
hausana og ég sé partana."
Þennan atburð sáu allir herbergisfélagar þeirra bræðra, og
ólíkt var þetta Jóni, svo hæglátur maður sem hann hefur
verið alla tíð. Þegar loks fór að dragast orð af viti út út hon-
um, sagði hann sínar farir ekki sléttar: Þegar hann ætlaði til
herbergis síns, sá hann Trausta Sveinsson - að hann hélt -
alveg eins búinn og maður sá, er þeir Halldór og Gunnlaug-
ur höfðu séð úti og ætluðu vera Trausta. Grunaði Jón, að
Trausti hefði staðið á hleri og ætlaði að grípa til hans.
Trausti vék sér undan, og hófst nú mikill eltingaleikur um
skólann, en ekkert dró saman. Gangur lá eftir báðum hæð-
um hússins og stigar til beggja enda og því hægt að hlaupa
milli hæða. Þennan hring fóru þeir hvað eftir annað. Tungl
134