Skagfirðingabók - 01.01.1989, Blaðsíða 176
SKAGFIRÐINGABÓK
kostur fyrir hendi, að láta arka að auðnu og halda áfram,
!eizt mér hann þó ekki góður, enda sást ógerla, hvað við
tæki vegna myrkurs.
Eg hef aldrei sjómaður verið, enda fannst mér þessi sigl-
ing óþarflega löng. Ekki þurfti Jarpur minn þó að grípa til
sundíþróttarinnar að þessu sinni. Vatnið tók smám saman
að grynnast, og brátt hafði hesturinn þurrt undir fótum.
Sleðinn fór að skríða, eins og vera ber í ökuferðum.
Þegar ég komst á unglingsárin flugumst við Mangi oft á
og fórum í krók. En ævinlega var það í góðu. Aldrei beitti
Mangi fantabrögðum, svo sem að snúa upp á fingur, en það
gerðu víst sumir. I snæriskrók fórum við aldrei, enda ekki
hættulaus leikur. Ég heyrði talað um menn, sem gengu með
krepptan fingur eftir snæriskrók. En upp frá því þóttu þeir
hins vegar vondir viðfangs í krók, því að ekki var hægt að
rétta fingurinn.
I þennan tíma var fingrakrókur talsvert í tízku, og sagt
var, að á árum áður hefðu áflog og illindi stundum byrjað
þannig, að sá sem fór halloka í krók, flaug á andstæðinginn.
Þetta gerðist þó víst helzt, ef Bakkus var með í spilinu. Lítið
heyrði ég talað um slagsmál, en vissi vel, að fullorðnir menn
flugust stundum á í góðu, og þótti góð skemmtun. Jón hét
maður Benediktsson og var vinnumaður á Þorleifsstöðum.
Einhverju sinni fór hann í eftirleit á Egilsdal síðla hausts
ásamt Manga í Borgargerði. Eftir að hafa borðað og hvílzt
litla stund, flugust þeir á í baðstofunni á Egilsá lengi kvölds,
en alltaf í góðu. Reyndar er ég hræddur um, að pabbi hafi
komið þessu af stað, enda skemmti hann sér vel. Og ekki
var þetta neitt einsdæmi.
Mangi var dansmaður, og dönsuðum við stundum. Eink-
um var það þó úti við á kvöldin og þó helzt í tunglsljósi á
hjarnfönn eða svelli, sem ekki var hált. Að sjálfsögðu var
engin músík utan þá einstaka frostbrestur í fjarlægð. En
ekki hindraði það, að við ,færum á ball’. Við trölluðum
172