Skagfirðingabók - 01.01.1989, Blaðsíða 100
SKAGFIRÐINGABÓK
klukkan 9 í norðanhríðarveðri fékk ég boð frá næsta bæ,
Hvammkoti, að Foss-smalinn hefði þá séð nokkrar hnísur
eða smáhvali framundan Gauksstaðabökkunum, sem ís
mundi þrengja að að framan, því ísbryggju rak þá að landi
um kvöldið, og að ég kæmi að forvitnast um þetta. Fór ég
þá og Þorbergur húsmaður minn og kvenmaður ofan í Foss-
vík, var þar þá kominn Sölvi bóndi í Hvammkoti, Sigurður
bóndi á Fossi og smalinn með honum; tókum við þar bát og
gátum smogið með landi inn fyrir Fossstapann. Breikkaði
þá vökin með landinu og náði inn undir Gauksstaðaá, sem
er landamerki Gauksstaða að innan, en lækur skammt fyrir
innan Fossstapann að utan, en rekafjöru fyrir þessu landi er
svoleiðis varið, að innst er bás, kallaður Gauksstaðabás, sem
nær inn að ánni; er þar nokkur festifjara, en þegar út fyrir
hann kemur, er klettur eða björg af bökkum ofan í sjó, víst
100 faðmar á lengd, en engin festifjara, en úr því er klung-
ursfjörumynd víðast framan undir björgunum út að merkj-
um; sáum við þá, þegar inneftir kom, að innarlega í þessari
vök voru smáhvelin, framundan björgunum, sem engin er
fjaran, því þar er sums staðar aðdjúpt; fórum við þá inn í
básinn; var þar þá kominn Jón, sem búið hafði á Gauks-
stöðum f(yrra) á(r) og kona Sigurðar, sem nú er þar
ábúandi, en var nú við sjóróðra vestur á Skagaströnd, því
þau höfðu verið aðvöruð.
Var nú farið að litast um, og sáum við engan veg til að ná
nokkurri skepnu af einum bát; líka fórum við að aðgæta,
hvað mundi valda því, að smáhvelin héldu til innarlega í
þessari vök, þar sem hún var þó nokkuð mjórri, þó víst
sums staðar 60 faðmar, en ekki utar, þar sem hún var þó
breiðari, að 100 föðmum; sáum við þá að norðarlega undan
björgunum, sem ekki er fjaran, eru flasir eða grynningar,
sem náðu sums staðar fram að ís, en voru þó djúp ker á
millum og víðast ekki grynnra en skipgengt á lausu um
fjöru, en með því fjara hafði verið um kvöldið, hikuðu þau
96