Skagfirðingabók - 01.01.1989, Blaðsíða 112
SKAGFIRÐINGABÓK
af því flutt í leikfimihúsið um nóttina. Lítið varð um svefn,
og næsti dagur fór í að koma sér fyrir á nýjum stað.
Nokkur glóð leyndist næstu dægur í brunarústunum,
enda minnir mig, að litið væri eftir glæðunum næstu nótt
eða nætur. Þegar glóð var kulnuð, var rótað í öskunni, ef
ske kynni að eitthvað fyndist nýtilegt. Ein starfsstúlkan,
sem bjó í húsinu, var trúlofuð, en svo einkennilega vildi til,
að Tómas fann hringinn í öskunni, óskemmdan með öllu.
Stúlka þessi var í herbergi í rishæð og missti svo til allar eig-
ur sínar, og hringinn hefur hún ekki borið þetta kvöld, hver
sem orsökin var.
Þegar eldaði að morgni 14. október, sáu Hjaltdælingar að-
eins daufan reyk liggja yfir hólnum þar sem hið stílhreina
skólahús hafði staðið og verið staðarprýði. Saga þess var öll;
það stóð 34 ár á þessum stað. A hverjum vetri hafði það ver-
ið heimili og skóli margra vaskra drengja, þótt kennsla færi
þar ekki fram síðustu árin. A hverju hausti komu nýir hópar
ungra manna „heim að Hólum“. Þeir komu að austan og
vestan, sunnan og norðan, allir sömu erinda í leit að þekk-
ingu og þroska. A þeim tíma áttu flestir erindi, sem í skóla
fóru, og komust færri en vildu. Margir fóru þaðan með
haldgott veganesti, sem reyndist furðu drjúgt síðar á ævinni.
Ekki man ég, hvort kjallarinn var hreinsaður um haustið,
eða ekki fyrr en um vorið. En lengi mátti sjá - og e.t.v. enn
- fyrir ofan Prestssæti leifar af bognum og brenndum pípum
og brotnum miðstöðvarofnum, ásamt öðru rusli, sem ekki
gat brunnið til fulls. Annars munu ekki allir miðstöðvarofn-
ar hafa eyðilagzt. Olafur Sigurðsson á Hellulandi fékk
nokkra þeirra og notaði í íbúðarhús sitt.
I fimm ár stóð kjallarinn opinn og gapti við veðri og
vindum. Árið 1931 var reist á grunni hans verkfærahús og
sunnan við það heyhlaða og hesthús. Hús þetta stendur enn,
en hesthúsinu og hlöðunni hefur verið breytt í kennslusal
fyrir vélfræði.
108