Jón á Bægisá - 01.04.1997, Blaðsíða 23

Jón á Bægisá - 01.04.1997, Blaðsíða 23
A mörkunum óskyld líka) og síðan kom ég heim og opnaði dag einn aftur smá- sagnasafnið Undir eldfjalli og las söguna „Fyrnist yfir allt“ og þar birtust mér margar þessar hugleiðingar fræðimannanna og heim- spekinganna í hnotskurn á fimmtán blaðsíðum. Ég ætla að drepa á nokkrar hugleiðingar sem þessi saga vakti með mér og ég vona að mér verði fyrirgefið þó þær verði brotakenndar; þótt ég grípi einn þráð af öðrum og spinni saman þræði úr ólíkum áttum. Ég gæti kannski haldið því fram að slík aðferð sé póst- módernísk (síðmódernísk) og því í takt við tímann. En ef svo er þá ætla ég líka að leyfa mér að vera gamaldags - eða formódernísk - og beita aðferðum ævisögulegrar bókmenntarýni þar sem það hentar, nýrýni þar sem það hentar o.s.frv. Ég ætla með öðrum orðum að byrja á að gera nokkurs konar „close reading“ eða bjóða lesendum upp á að rýna með mér í texta þessarar sögu. II Sagan hefst með þessum orðum: „Hún mundi fyrst eftir sér á landa- mærum tveggja tungumála. Hún var fimm ára og úti á reginhafi á leið til Kanada." Einmitt! Við vitum að höfundurinn Svava Jakobsdóttir fluttist fimm ára með foreldrum sínum og systkinum til Kanada þar sem þau bjuggu í fimm ár og því ekki ósennilegt að hér sé byggt á persónulegri reynslu. (Leggið á minnið orðin landamæri og regin- haf.) í för með litlu telpunni er Hvína. Um hana segir í sögunni (og þetta er beint framhald af klausunni sem ég vitnaði til hér að ofan); Hvína var líka um borð í skipinu. Telpunni þótti sjálfsagt að Hvína ætlaði alla leið. Hvína var leiksystir hennar. Annað fólk þóttist ekki sjá Hvínu. Töldu hana ósýnilega. Telpunni var sama um það. Hún elti Hvínu á röndum bæði úti og inni og sat löngum stundum á tali við hana. Hún sagði margar sögur af Hvínu. Hvína var stærri en hún og vissi margt betur. Hvína réð alltaf ferð og enginn gat dregið í efa að hún hefði veruleikaskyn því aldrei hnaut telpan um stól eða þúfu þegar hún elti Hvínu. Og aldrei fór hún of nálægt borðstokknum meðan Hvína var um borð. Stundum var Hvína fjarstödd að gegna öðrum erindum en birtist þegar minnst varði til að leika við telpuna. Eitt kvöldið á landamærahafinu fór mamma með telpuna niður í káetu til að koma henni í háttinn. Hvína var í káetunni en þegar telpan ætlaði að fagna henni færðist Hvína undan og smeygði sér út um skrítna kringlótta gluggann og hvarf út á haf. Telpan brast í grát og sagði að Hvína væri farin og mamma spurði hvert? Telpan benti á gluggann. Fór hún út um kýraugað? spurði mamma. Kýraugað? Ekki vissi hún fýrr að hægt væri að fara út um kýrauga og þótt mamma setti hana í kjöltu sér og héldi henni upp við mjúk- an barm var hún samt óhuggandi. Hvína hafði verið döpur. Telpan vissi að hún var farin fyrir fullt og allt og sagði að Hvína kæmi aldrei á Jföapáá - HVAT? TALA THU ISLENZKU? 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.