Jón á Bægisá - 01.04.1997, Qupperneq 26
Soffía Auður Birgisdóttir
hæfi og auðvitað táknrænt, því Sína er líka í útjaðri samfélagsins. Hún
gat aldrei samsamast hinu nýja samfélagi þrátt fyrir áratuga búsetu í
nýja landinu, því hún gat ekki tamið tunguna. Hún gat ekki lært ensk-
una til hlítar og lært að skilja á milli gamla heimsins og hins nýja:
Sína var blýföst í landamærahliðinu og komst hvorki aftur á bak né
áfram. Hún talaði eitt orð á íslensku, annað á ensku, og þessi orð
voru oft ótengd innbyrðis af því það vantaði mikilvægt sagnorð eða
forsetningu. Það var hlegið að svoleiðis fólki á bak og sagðar af því
sögur (bls. 56).
Telpan óttast Sínu, hún óttast að láta hlæja að sér og segja af sér
sögur, hún óttast að festast á landamærunum.
Næsta atriði sögunnar er stutt og segir frá því að telpan fær að vita
frá Nancy að börn fæðist þannig að gat sé skorið á magann á mömm-
unni og þau tekin út. A eftir væru mömmurnar saumaðar saman aft-
ur. Alltaf þegar hún sá þungaða konu eftir það sá hún blika á hnífa í
huga sér.
Fimmta og lengsta atriði þessarar sögu segir frá því þegar fjöl-
skylda telpunnar undirbýr flutning til baka til íslands. Uppboð er
haldið á húsmunum þeirra og eigum og telpan þekkir uppboð, hefur
farið á nokkur með pabba sínum og skemmt sér vel. En þetta uppboð
er öðruvísi:
Þetta uppboð var óvenjulegt. Þetta uppboð var ekki skemmtilegt.
Telpan stóð álengdar úti við garðshornið og virti fyrir sér húsgögn-
in. Vildi draga sig í hlé. Vildi ekki eiga þátt í þessu. Hún fann fyrir
sömu óljósu kenndinni og hafði gripið hana hjá slátraranum þegar
hún sá innvolsið dregið úr nautsskrokki og búkurinn hékk tómur og
innfallinn og varnarlaus og dauður á króknum. Allt sem hann hafði
átt innvortis og gert hann lifandi, hjartað og maginn og tungan, lá í
trogi öllum til sýnis. Engu var raðað eins og því hafði verið raðað
inni, eldhússtólar voru við endana á borðstofuborðinu og hæginda-
stóll hjá saumaborðinu þar sem hann átti alls ekki að vera. Allt var
vitlaust og óskipulegt, villandi eins og þau hefðu allan tímann ver-
ið rugluð án þess að vita af því og hún átti bágt með að trúa því að
dagar þeirra hefðu verið gerðir úr þessum hlutum (bls. 61-62).
Þar sem telpan stendur þarna miður sín og horfir á dúkkurúmið sitt
boðið upp með öðrum munum, heyrir hún sagt í eyra sér, hrjúfri
draugalegri röddu: „Fyrnist yfir allt . . . fyrnist yfir allt . . .“
Telpan tók andköf, hjartað slóst í bringspalirnar eins og þegar myrk-
fælniköstin byrjuðu, hún sneri sér snöggt við og þar stóð Sína. Sína
gamla í þunnum kjól sem hékk eins og poki utan á henni. Sína,
skorpin og tæmd að innan, og talaði hreina íslensku sem telpan
skildi ekki. Hvað þýddi þetta? Hvað þýðir fyrnist . . . fyrnist . . .
24
fási, á Jföayáá - TÍMARIT ÞÝÐENDA 1*1997