Jón á Bægisá - 01.04.1997, Blaðsíða 110

Jón á Bægisá - 01.04.1997, Blaðsíða 110
Paul A. Sigurdson gleði fremur en sársauka. Ég verð við styttuna af Timothy Eaton milli 9.30 og 10.00 f. h. laugardaginn 5. apríl. Ég verð með grænan hatt með gulum blómum. Verið þér svo vænn að segja þegar þér ávarpið mig: „Má bera saman þig við sumardag?“ Niðurlagið var hrífandi: „Ég ætla að vera alveg raunsæ. Ég er á engan hátt fögur kona. Forsjónin var fremur nísk við mig á því sviði er ég hrædd um. Hlífið mér því við sársaukanum af því að hitta yður fari svo að yður líki ekki það sem þér sjáið. Þá get ég horfið á ný til fyrri hátta og gleymt þessu róman- tíska atviki. Adieu! Það er franska og þýðir verið þér sæl- ir. Yðar einlæg, Doris Emmaline Es. Ég segi yður ættarnafn mitt þegar við hittumst." Harry Phail stóð kyrr í miðri svítunni, gæddur meira lífi en nokkru sinni fyrr að honum fannst. Hann strengdi hátíðlegt heit á laun, sak- bitinn. Hann vonaði að það rættist. Laugardagsmorgunninn rann upp. Harry hafði átt þrjár svefnlausar nætur. Hann át morgunverð líkt og hann væri banhungraður. Þegar hann hafði eytt heilli klukkustund í að snurfusa sig kom hann loks út úr svítunni í dökkum sviplausum tvíhnepptum fötum, jafn stífur og stjarfur ásýndum og maður úr rússneska sendiráðinu. Rétt áður en örlagastundin rann upp klukkan 9.30 kom hann inn á Eaton-torg og tók sér stöðu við látúnshandriðið sem hafði hemil á manngrúanum, að hann hvorki snerti né klöngraðist upp á Timothy Eaton. Einungis ein mannvera í innkaupaerindum stóð þarna við handriðið auk hans, akfeit kona með rauðþrútið andlit, sljóeygð og sviplaus. Harry var feginn að sjá að hatturinn hennar var brúnleitur. Honum varð ljóst að hann gerði líka kröfur. Hann sneri sér undan og beið. Skyndilega hrökk hann við. Spölkorn úti í sundinu milli sölubúð- anna var ungfrú Carson og stefndi beint til hans. Tækist honum ekki að flytja sig í snatri færi ekki hjá því að hún kæmi auga á hann. Hún nálgaðist og gekk eins og hún vissi upp á hár hvert hún ætlaði. Hvað nú ef bréfkonan kæmi. Og hvað nú ef ungfrú Carson sæi hana með honum. Nei, það mátti ekki gerast! Harry komst óséður yfir að háls- bindabúðinni. Hann fann gægjugat milli hálsbindanna bak við rekk- ann á útstillingarborðinu. Gegnum það hafði hann fulla yfirsýn yfir styttuna og látúnshandriðið. Hann ætlaði að fylgjast með ungfrú Carson fara hjá. Ungfrú Carson staldraði við hjá látúnshandriðinu. Hún var í skær- 108 Jfev d id - TÍMARIT ÞÝÐENDA 1*1997
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.