Jón á Bægisá - 01.04.1997, Blaðsíða 45

Jón á Bægisá - 01.04.1997, Blaðsíða 45
Orð og ferðatöskur aðeins að nálgast þessa arfleifð óbeint og í stað hetjusagna frá gullöldinni ber fyrir hug hennar óljósa skýringu á álfatrú: „Mér fannst ég skilja, það rann smám saman upp fyrir mér, hvers vegna fólk föður míns taldi steina og vatn og vind og haf vera lifandi. Byggt." (bls. 52).23 Fyrir henni er landslagið nafnlaust, eyðimörk í bókstaflegum og táknrænum skilningi.24 Þetta nafnleysi vekur með henni löngun til að gefa landslaginu nafn, skapa það, ná yfir því valdi með orðum, tungumáli eða menningu og í þeim tilgangi kallar hún til „skáldskaparfræði nafngiftarinnar" („poetics of naming“) sem gerir henni einmitt kleift að klæða heiminn í búning tungumáls- ins, að koma honum í hin tæmdu eða þurrausnu ílát. Það er ekki hvað síst í þessum punkti sem tvíbendni orðræðu hennar birtist, því verkefnið sem hún tekst með því á hendur felst í því að setja íslenska menningu fram á enskri tungu, að endurtaka og véfengja þætti í orð- ræðu ferðalanganna og íslenskrar þjóðernishyggju. Ferð hennar eftir þessari línu er hins vegar endalaust flakk milli orðræðna nýlendu- herranna og nýlendunnar, milli þess að hafa vald og vera á valdi orð- ræðunnar og tungumálsins. í þeirri athöfn að mála yfir heiminn má segja að sé málað yfir hana, svo að erfitt er að greina hvar mörkin liggja- Hinar flóknu kringumstæður söguhetjunnar koma í veg fyrir að hún fái höndlað heiminn og sjálfa sig með einföldum svörum þótt spurn- ingarnar geti stundum virst álíka einfaldar og þegar lirfan lagði fýrir Lísu í Undralandi sjálfa lykilspurningu verufræðinnar og spurði hana, „hver ertu?“ (Carroll, s. 32). Líktog söguhetjan ruglast Lísa svo í ríminu að henni vefst tunga um tönn og hún sveiflast milli vissu og óvissu, milli þess að hafa og hafa ekki vald yfir aðstæðum sínum. Og líktog ævintýri Lísu hefst á því að hún fer „niður um stóra kanínu- holu“ (Carroll, s. 2) ferðast söguhetja vor til Islands um miðbik 20. aldar sem í textalegum skilningi virðist liggja um aðra slíka kanínu- holu. í ranghölum þeirrar holu hitta lesendur fyrir kunningja frá ferðabókmenntum 19. aldar, íslenskum sagnabókmenntum og ís- lenskum samtímaveruleika. Þeir birtast þó oftast í óvæntum búningi, útbúnir ferðatöskum sem ýmist eru úttroðnar eða á hvolfi en ávallt hlaðnar merkingum í samhengi sem lesandinn þarf að sækja eftir enn öðrum kanínuholum. Einsog það sé aðeins spurning um orðalag hvort lagt sé í ferð eða texta. 23 Á ÍTummálinu: „I thought I understood, in a slow dawning of the senses, why it was that my father’s people thought stones and water and wind and ocean were alive. Inhabited." 24Hér er við hæfi að minna á orð Tómasar Guðmundssonar í ljóðinu „Fjall- ganga” að „landslag yrði / lítils virði, / ef það héti ekki neitt“. á JBagutá - HVAT? TALA THU ISLENZKU? 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.