Jón á Bægisá - 01.04.1997, Side 113

Jón á Bægisá - 01.04.1997, Side 113
Má bera saman þig „Hvernig fóruð þér...?“ Undrunin í fölbláum augum hennar var ósvikin. „Ég er alltaf að fást við þetta á sjúkrahúsinu,“ sagði hann og reyndi að láta það ekki sjást sem tútnaði út inni í brjósti hans. „Allt vill lag- ið hafa, sjáið þér. Eins og svo margir hlutir...“ „Já,“ sagði hún og horfði enn á hann af sömu undrun. Augnaráð hennar snart eitthvað djúpt og frumstætt í vitund hans. Hefði hann skilið þessa tilfinningu til fulls hefði hann dreymt um lautarferð í skjóli við aspir og hlátur í fersku grasi í haga. Það eina sem hann sá voru orðin sem blikuðu fyrir sjónum hans: „Má bera saman þig við sumardag?" Orðin vógu salt á tungubroddinum; hann opnaði munninn... „Þakka yður fyrir, þakka yður fyrir, herra Phail," sagði ungfrú Carson. „Ég veit ekki hvað ég hef gert...“ „Látið mig vita ef hún angrar yður aftur. Ég set grafít í hana.“ Hann þagnaði og það birti yfir honum. „Ég kem með smáögn af verkstæð- inu á mánudaginn." Ungfrú Carson gerði sig líklega til að andmæla. „Alls engin fyrirhöfn, ég er alltaf að nota það.“ Hann snerist á brott. „Herra Phail...?“ „Já...?“ „Mig langar að gefa yður svolítið," sagði hún og tók bók upp úr gríðarstórri handtöskunni. „Bara til gamans.“ Hún rétti honum leðurbundna kilju með sonnettum Shakespeares. Mildar gælur ástríkra handa höfðu slitið sléttan gljáa á leðrið. „Finnst yður gaman að ljóðum?" Harry Phail var þess fullviss að andartakið væri hagstætt fyrir lygi. „Hm...,“ sagði hann. „Takið hana og lesið hana einhverntíma,“ sagði hún og það lá við að röddin brysti og var óvenjulegt þegar hún átti í hlut. „Látum hana marka upphafið að nýrri stefnu okkar, stefnu opinna dyra.“ Hún brosti og beraði tvær útstæðar tennur. Svo var hún farin. Harry Phail fór aftur inn í svítuna sína. Hann hnyklaði brýnnar og skoðaði ljóðabókina. Sonnettur. Orðið pirraði hann. Hann minntist óheillastundar með ungfrú Price fyrir mörgum árum. Ungfrú Price hafði verið með ljótan fæðingarblett á nefinu. Hann byrjaði að blaða vélrænt gegnum bókina. Hann tók eftir að það var strikað undir margar ljóðlínur: Ef hugir bindast tveir í sannri tryggð þeim tálmar ekkert; og: fáa d Jföaydid - HVAT? TALA THU ISLENZKU? 111
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.