Jón á Bægisá - 01.04.1997, Blaðsíða 112

Jón á Bægisá - 01.04.1997, Blaðsíða 112
Paul A. Sigurdson fyrir sér þennan aragrúa af ókunnugum andlitum sem liðu hjá og fann hvernig tilfinningin um að hann hefði tapað hvolfdist yfir hann. Þegar hann var kominn aftur inn í svítuna tuttugu mínútum síðar hafði hann náð áttum á ný. Það fór um hann hrollur við tilhugsun- ina hve nærri hafði legið að hann gerði sig að fífli. í tæru skini skyn- seminnar varð honum ljóst að ungfrú Carson var alls ekki bréfkonan. Hann hafði misst af réttu konunni meðan hann var að reika um búð- ina! Hún hafði misst alla von og farið. Harry Phail var sannarlega létt. Hvað þetta hefði orðið vandræðalegt fyrir þau bæði! Þessi áætl- un var fáránleg í heild sinni. Hann ætlaði að kasta henni fyrir róða og aldrei líta til baka. Einbeittur á svip kramdi hann bréfið í hendinni og fleygði því í öskubakkann. Vindilstubburinn var þar enn, ólögulegur, linur, getu- laus. Angurvær á svip bar hann eldspýtu að bréfinu. Það sviðnaði fyrst á jöðrunum en síðan braust út lítill skær logi sem brann uns hann hjaðnaði loks - með snarki sem var svo dauft að það heyrðist varla. Harry Phail starði inn í öskuna af brunnum draumi. Hann sat lengi í þægilegum gömlum sófanum. Hálfmótaðar hugs- anir sóttu að honum, slitróttar, óljósar. Það leið nokkur tími uns heili hans nam undarleg hljóðin utan af stigapallinum. Hann settist upp og hlustaði. Hann greindi aðeins þrusk frá einhverjum sem átti í brasi við þrjóska læsingu. Hann beið. Þegar hljóðið hélt áfram gægð- ist hann út á ganginn. Hann sá mjótt bakið á ungfrú Carson sem var að bisa við lykilinn. Hún hafði greinilega æst sig upp í örvæntingu. Hún tók sér hlé og hallaði sér andstutt upp að hurðinni til að styðja sig. „Upp nú!“ Orðin þeyttust út úr henni eins og blótsyrði. „Fjárinn sjálfur!“ muldraði hún. Harry Phail gekk út á ganginn og lokaði hurðinni með smelli. „Ó!“ Ungfrú Carson leit um öxl. Andlitið var rjótt af áreynslu og hún leit út eins og sakbitið barn. „Fyrirgefið... dyrnar... þær...“ Svona óformleg staða hafði aldrei komið upp milli þeirra áður. Harry Phail vissi að hann varð að gera eitthvað meira en kinka kolli. „Viljið þér að ég...?“ Hann þagnaði. „Get ég...?“ „Nei, nei...“ Hún rak upp snöggan taugaóstyrkan hlátur. „Það er lásinn. Lykillinn er fastur eða eitthvað." Hún steig til baka frá hurð- inni. Hreyfingin gat falið í sér þögult tilboð. Harry Phail vissi allt um lykla. Hann hafði glímt árum saman við þrjóskar læsingar á sjúkrahúsinu. Eftir augnablik héldu sterkir fing- ur hans um lykilinn. Hann náði valdi á lyklinum með fáeinum fag- mannlegum hreyfingum, fínlegum en styrkum. Hann sneri honum mjúklega og dyrnar opnuðust og hleyptu dýrlegri angan af ilmvatni út á ganginn. 110 d /fiaydd - TÍMARIT ÞÝÐENDA 1 »1997
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.