Jón á Bægisá - 01.04.1997, Síða 39

Jón á Bægisá - 01.04.1997, Síða 39
Orð og ferðatöskur þegar hann hittir íslendinga er að gefa þeim rafmagn eða öllu heldur straum. En upplýsingin er ekki í því formi að íslendingar eigi að verða upplýstir, heldur Englendingar. Fyrir Banks eru landsmenn tilraunadýr á borð við mýs: hann gefur þeim „rafmagnssjokk" og skilur ekki af hverju þeir hlæja ekki. Þessir „frumbyggjar“ íslands verða hvorki fávísari né óupplýstari við að fá í sig straum, heldur litu þeir að tilrauninni lokinni út „einsog fífl sem hefur óvænt verið slegið utan undir. Ekkert lífsmark birtist, engin góð vísbending um hið bjarta í okkar nýju vinum“ (Rauschenberg, bls. 216).9 Bryce hins vegar telur íslandi „best lýst með því neikvæða" (bls. 1) og ræðst í að bæta upp skort íslendinga með því að telja fram hvað samfélag þeirra skortir: hér eru engin tré, engin kornrækt, nánast engin villt dýr, „enginn bær nema höfuðstaðurinn, sem er 1800 manna bær og enginn annar staður sem vert er að kalla þorp“ (bls. 2), engar krár, „engin svín, engir asnar, engir vegir, engir vagnar, engar verslanir, enginn iðnaður [...] enginn her, engir verðir laganna [...] engir afbrotamenn, bara tveir lögfræðingar og að lokum engir snák- ar“ (bls. 2).10 í þessari uppbótarviðleitni birtist ekki síður hug- myndafræði iðnvæðingar og útþenslustefnu sem gerir lýsinguna einmitt dæmigerða fyrir tvíbendni hins útópíska nýlendudraums (Sigurjón Baldur Hafsteinsson, bls. 225). Hið einstaka er síðan tekið fyrir með lýsingum á fatnaði fólksins. Það er klætt í dýraskinn „af þykkustu og grófustu gerð“ sem „hent- aði iðju þeirra einstaklega vel“ einsog Holland orðar það í dagbók frá ferð sinni árið 1810 (bls. 84). Fyrir vit Banks lagði hins vegar slíkan ódaun af fólkinu og fiskinum sem var innan í og utan á því að „það var óþægilegt að koma nálægt þeim“ og svo voru þeir „aðdáunarlega lúsugir" (bls. 214). Þetta fólk er þannig ekki „hinn göfugi villimað- ur“ rómantíkurinnar sem hægt er að hefja til siðmenningar, heldur stendur það nær dýrum í tignarröðinni, er á sama bási og eskimóar í vestrænni menningu, skrælingjarnir, eða íslendingar, hinir hvítu Inúítar, í texta Kristjönu.11 Fólkið er enda ekki lengur manneskjur heldur sýna textarnir það sem skynjunaráreiti, eitthvað sem rýfur upphafna mynd vestrænnar siðmenningar. 9 Á frummáli: „[the electrical shock] seemd much to surprize them but did not produce any of those humorous effects which all of us expected. On receiv- ing the shock every one lookd as a fool who had receivd an unexpected slap on the face. Nothing lively appeard no good prognostic of bright parts in our new friends." 10 Á frummálinu: „Iceland is most easily described by negativity", „no town, except the capital, a city of 1800 people, no other place deserving to be called even a village", „no pigs, no donkeys, no roads, no carriages, no shops, no manufactures [...] no army, no guardians of public order [...] no criminals, only two lawyers, and finally no snakes“. 11 Reyndar heyrði ég þá sögu nýlega að á þeim tíma sem saga textans gerist á, þ.e. á sjötta áratugnum hafi hermennirnir á Vellinum kallað íslendinga „the moes“ eða „móana" til aðgreiningar frá „hinum eskimóunum." jfesr d Jföapdd - HVAT? TALA THU ISLENZKU? 37
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.