Jón á Bægisá - 01.04.1997, Blaðsíða 28

Jón á Bægisá - 01.04.1997, Blaðsíða 28
Soffía Auður Birgisdóttir tunga, magi, hjarta og iður. Þriðji flokkurinn tengir svo þessa tvo, en í honum eru löðrungur, smellur, skellur. Smellur í tungu þegar Sína smellir í góm, skellur í hurð, smellur í landamærahliði, smellur í kinnhesti. III Og hér ætla ég að draga landamæri í þessari ritsmíð og skella mér yfir í aðrar hugleiðingar en þó skyldar - og vonandi verður eitthvert rök- legt samhengi sýnilegt milli sögu Svövu og þess sem á eftir fer. Mér virðist við hæfi að vitna aðeins í kanadíska heimspekinginn Claude Lévesque (þar sem við höfum verið með söguhetju okkar í Kanada um stund). Hann er einn af viðmælendum Jacques Derrida í hringborðsumræðum um tungumál og þýðingar í bókinni Eyra hins eða The Ear of the Other2 sem kom út fyrir rúmum áratug. Claude Lévesque spyr Derrida í þessum umræðum, hvort það sé eitthvað til sem kalla mætti tungumálasjálf; þ.e. getur verið að sjálf okkar eða sjálfsmyndin eigi rætur í tungumálinu, verði til þar og sé skilyrt af því. Lévesque bendir á (eins og margir hafa gert, t.a.m. Derrida sjálf- ur) að rithöfundar smáþjóða, þjóða sem jafnvel hafa þurft að tileinka sér tungu nýlenduherranna en bæla móðurtungu sína, eigi við vandamál að etja sem sé oft nánast þráhyggja hjá þeim. Þeir skrifi kannski á herratungunni en þrái móðurtunguna, þótt þeir reyni jafn- vel sumir að afneita henni. Lévesque spyr: Byrjar rithöfundurinn ekki einmitt að skrifa á þeirri stundu sem orðin bregðast honum, þegar kunnugleg orð verða ókunnug á ný? Skrifar hann ekki einmitt til að þýða þögnina yfir í ritað mál - án þess að rjúfa hana. Er það ekki þannig sem hann sýnir hinu venjulega tungumáli virðingu þýð- ingarinnar? Er rithöfundurinn ekki alltaf í leit að týndu tungumáli (því tungumáli sem við þráum, sem við þykjumst vita að sé hljómmeira, fegurra, auðskildara, ríkara af myndum og blæbrigðum, og þess vegna heilagra, svo að segja)? Hver sá sem endurskapar tungumálið, móðurmálið, brýtur hann ekki bæði efnislegt form tungumálsins og þau föðurlegu lögmál sem héldu honum frá því í upphafi? Á einu sviði segir sagan „Fyrnist yfir allt“ frá telpu sem bælir móðurmál sitt, lærir nýja herratungu - með þjáningum - (munið all- ar myndirnar af kviðristu og löðrungum). En telpan var lítil og átti því kannski auðveldara en Sína, sem fluttist til nýja landsins þegar hún var orðin fullþroska, með að fara yfir mörkin. Hvína er það sjálf sem tilheyrði fósturjörðunni og móðurmálinu, hún er sú sem hvarf áður en komið var í höfn í nýja landinu. Sína er sú sem komst aldrei yfir mörkin, er föst í landamærahliðinu, er ógnvekjandi eins og allir þeir sem lifa á mörkunum, í útjaðrinum. Sína er sú sem hlegið er að 2 The Ear of the Other. Ed. Christie McDonald. Lincoln and London: Universityof Nebraska Press, 1985, bls. 142-145 fási- d Jfíayáá - TÍMARIT ÞÝÐENDA 1*1997 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.