Jón á Bægisá - 01.04.1997, Blaðsíða 10

Jón á Bægisá - 01.04.1997, Blaðsíða 10
Guðrún Björk Guðsteinsdóttir íslendinga.* * * * * * * 8 Vestur-íslensku eftirnöfnin undirstrika hinsvegar það yf- irbragð sem íslensk menning tók á sig við flutninginn vestur um haf. Ekki er þó æskilegt að það verði að altækri reglu að íslensk- kanadísk nöfn séu færð að einhverju eða öllu leyti í íslenskt horf í þýðingum á skáldverkum. í skáldsögunni Gentle Sinners eftir W. D. Valgardson koma fyrir nöfnin Eric, Sigfus Vigfusson og Zeke Hrapt- usson. Ljóst er að persónurnar í sögunni eru af íslenskum ættum og nöfnin gætu auðveldlega orðið Eiríkur, Sigfús Vigfússon og Sakarías Hrappsson, en þar með væru kanadísk sérkenni nafnanna afmáð. Að sama skapi er óþarft að breyta eftirnafninu Vopfjord í smásögunni „The Man from Snaefellsness"9 eftir Valgardson í Vopnfjord, eða jafnvel Vopnfjörð. I verkum sem skrifuð eru á ensku um íslenskan menningararf skera vestur-íslensk nöfn sig frá enskri nafnahefð og eru hluti af menningarlegri áferð þeirra. Þessa áferð frumtextans er auðvelt að færa yfir á íslensku með því að halda kunnuglegum en um leið framandi naftigiftunum óbreyttum. Öllu erfiðara viðfangs er að yfirfæra þann framandleika sem höf- undur kallar fram í frumtextanum með því að nota íslensk orð og setningar. Fylgi þýðandi verkinu úr hlaði með formála er ákjósanlegt að hann geti íslenskra innskota og gefi dæmi. Einnig má auðkenna innskotin með leturbreytingu, eins og W. D. Valgardson gerir í Gentle Sinners, í orðunum „skyr“ og „rullu pylsa“, og „The Man from Snaefellsness" þar sem innskotin eru fleiri og bera mörg ákveðinn vestur-íslenskan blæ, en stafsetningin ber vott um áratuga aðlögun að enskum framburði.10 Formáli getur útskýrt vestur-íslenska þjóð- rétti og hátíðir, en sé honum sleppt má halda skáletrun orðanna því þau gefa athyglisverða vísbendingu um þær menningarhefðir sem vestur-íslenskum blöðum þar sem hann kljáðist oft harkalega við Stephan G. Stephansson. Móðir Lauru hét Ingibjörg, en kallast Ingiborg eða Borga í frum- textanum. Þessi tilfæring höfundarins hefur væntanlega átt að gefa til kynna að Ingibjörg hafi verið helsta fyrirmynd aðalsöguhetjunnar Borgu Halson í fyrstu og þekktustu skáldsögu Lauru, The Viking Heart. í þýðingunni færir Margrét skírnarnafn Ingibjargar í upprunalegt horf, en heldur gælunafninu Borga og þá um leið vísun höfundarins í skáldsögu sína. 8 Sjá nánar um nafnahefð íslendinga í Vesturheimi í grein Haraldar Bessasonar, „A Few Specimens of North American-Icelandic". Scandinavian Studies 39 (1967): 115-147. 9 Sagan er í tveimur hlutum, „The Man from Snaefellsness" og „The Man from Snaefellsness: Part 11“ í Miaf Can’t Be Changed Shouldn’t Be Mourned (Vancouver/Toronto: Douglas & Mclntyre, 1990) 118-46. lOÞar koma fyrir orðin: amma, Islindingadagurinn, hreppsomagur, bondi, husmothir, hreppar, utlander, hestur, panacooker, Vinarterta, asta bolur, hangikjot, hardfisk, Skyr, Rullapilsa, Havamal, skald, fjalkona, Vestur-Islenzk- ur, godar, huldafolk, kronur, vergild. Rúnar Helgi Vignisson var nýverið með röð útvarpsþátta í Ríkisútvarpinu: „Sýnt í tvo heimana. Bókmenntir innflytj- enda og afkomenda þeirra.“ Rúnar hafði m.a. samband við W. D. Valgardson og innti hann eftir því hvers vegna hann viki sjáanlega frá íslenskri stafsetn- ingu í þessari sögu. Valgardson skýrði að íslensk hreintungustefna gæti ekki 8 d JffagKðd - TÍMARIT ÞÝÐENDA 1*1997
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.