Jón á Bægisá - 01.04.1997, Page 117

Jón á Bægisá - 01.04.1997, Page 117
/ garðinum handa var Swift á leið niður kirkjutröppurnar. Hann var enn klædd- ur í skrúða sinn þegar betlikerlingin rétti fram höndina í von um ölmusu. Swift horfði á hönd hennar en sneri sér svo við með við- bjóðssvip. „Hún hefði að minnsta kosti getað þvegið þessa hönd,“ er haft eftir honum. Ég hefði getað sagt það sama ef mamma hefði ekki tekið í lurginn á mér. Guttormur Guttormsson, íslenski presturinn í Minneota í fimmtíu eða sextíu ár, sagði það raunar ekki heldur. Einsog Swift var hann prófastur við kirkju heilags Páls, en sá Páll var úr eik. A hverjum sunnudegi heilsaði hann Söru við kirkjudyrnar af sömu kurteisinni og á sömu óaðfinnanlegu íslenskunni og hann talaði við önnur prúð- búin sóknarbörn sín. Hún kom alltaf til kirkju, mætti örlítið of seint og sat alein aftast í kirkjunni. Hún hafði sitt sérstaka sæti og hinum íslensku trúbræðrum hennar er fyrirgefið þótt þeir hafi ekki þyrpst í kringum hana. í loftlausri kirkjunni voru stólræður Guttorms hetju- lega langar. Sem unglingur lék ég stöku sinnum á orgel í kirkjunni og hafði afdrep á svölunum, þar sem ég gat virt fyrir mér söfnuðinn, les- ið skáldsögur D. H. Lawrence og á allan annan hátt forðast að láta betrumbæta mig með löngum orðræðum um tilgang syndaaflausnar og náðar. Ég fylgdist alltaf með Söru þegar söfnunarbaukurinn gekk um: hún lét alltaf eina eða tvær myntir falla í flauelsklæddan bauk- inn þar sem seðlarnir lágu hljóðir. Hún lét þær alltaf falla með dálít- illi eftirsjá og sneri höfðinu við til að fylgjast með bauknum þar sem hann leið eftir kirkjugólfinu í átt að Kristsmyndinni. Einsog margar aðrar gamlar konur, ríkar sem snauðar, bað Sara mig að syngja við útför sína og það gerði ég. Ég held að við útför Söru hafi ég sungið „Kom huggari, kom, hugga þú“ og „Ég geng um garð- inn einn“. I líkkistunni var Sara hreinni en hún hafði nokkurn tíma verið á lífsleiðinni, bjartari, fölari og jafnvel minni, og hamingjusam- ari að ég held. Ef ég man rétt sat engin fjölskylda á sorgarbekknum, en þess í stað mætti stór hluti af söfnuðinum sem að sjálfsögðu hafði þekkt Söru í sjötíuogfimm ár. Mamma var mikil sögunáma og þekkti sögu staðarins út í hörgul. Hún var eins konar sögukerling bæjarins, en það var ekkert hægt að veiða upp úr henni þegar ég spurði hana um Söru Kline. „Hún var fátæk kona og líf hennar var þymum stráð,“ sagði Jóna. „Börn voru vond við hana af því að hún var skítug og leit skringilega út. Þannig átt þú ekki að vera; þegar þú sérð Söru áttu alltaf að heilsa henni virðulega á íslensku og kyssa hana. Hún á skilið . . .“ „Já, já, já,“ ég reyndi að trufla þessa síendurteknu möntru, „en hvað kom fyrir þessa fátæku konu sem gerði hana að slíku hrói?“ „Líf hennar var þyrnum stráð og þú átt alltaf. . .“ Jóna hóf mál sitt á ný ég var engu nær um hvað bjó að baki hinni dimmu og dularfullu fortíð Söru Kline. fási- d Jfóapáá - HVAT? TALA THU ISLENZKU? 115
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.