Jón á Bægisá - 01.04.1997, Blaðsíða 57
Maðurínn sem alltaf vantaði salernispappír
Þegar erfðaskráin hafði verið lesin og staðfest, og allt selt, var kom-
ið haust. Mamma fékk teketilinn, bollann og undirskálina, pabbi
bruggtækin og hundrað og tuttugu flöskur. Það sem eftir var af eign-
unum - hvert sent sem Einar hafði getað sparað og það sem fékkst
fyrir jörðina - var lagt í sjóð til að við systkinin gætum farið í háskóla
ef við vildum. Þótt við værum öll góðir námsmenn hafði okkur ekki
komið til hugar að fara í háskóla. Börn lækna og lögfræðinga, borgar-
börn, fóru á þann dularfulla og umtalaða stað. Sveitakrakkar sem
hétu útlenskum nöfnum fengu vinnu við að keyra vörubíla og moka
möl.
Öllum til undrunar og mér sjálfum ekki síst sat ég allt í einu í sept-
ember við hliðina á börnum efnafólksins í klæðskerasaumuðum föt-
um, með fágaðan framburð, sem óku á eftirsóttum sportbílum og
renndu sér á skíðum í Ölpunum í jólafríinu. Tvisvar á háskólaár-
unum var mér boðið á heimili einhverra þeirra. Þótt sportjakkinn
minn pokaðist á bakinu og ég ætti enn í erfiðleikum að muna að hafa
alltaf greini á undan nafnorðum, vann ég hylli feðra bekkjarbræðra
minna. Ég þekkti hverja einustu auglýsingu sem fyrirtæki þeirra
höfðu sent frá sér.
Að loknu námi í Manitobaháskóla fór ég til Waterloo og síðan til
Harvard. í næsta mánuði lýk ég doktorsprófi í stjórnmálafræði. Mér
hafa boðist störf í Bandaríkjunum, en ég hef ákveðið að fara aftur til
Winnipeg.
Nefndarmenn sem ég ræddi við vegna starfs við Winnipegháskóla
spurðu mig hver hefði lagt fram drýgstan skerf að menntun minni.
Ég bullaði eitthvað um frægan prófessor sem hafði kennt mér. Mér
þætti gaman að vita hvað þeir hefðu hugsað ef ég hefði sagt þeim
sannleikann, að áhyggjufullur bóndi, þungur á bárunni, sem aldrei
gat munað að kaupa salernispappír og hélt reglulega fyrirlestra yfir
guði, væri besti kennarinn sem ég hefði nokkru sinni haft.
A frummálinu heitir sagan
The Man Who Was Alvays Running Out of Toilet Paper.
Sólveig Jónsdóttir íslenskaði.
á Waptóá - HVAT? TALA THU ISLENZKU?
55