Jón á Bægisá - 01.04.1997, Qupperneq 76

Jón á Bægisá - 01.04.1997, Qupperneq 76
Betty Jane Wylie Minningar um súkkulaðisósu Næst á eftir þrívíddarmyndunum á háaloftinu, fannst Catherine skemmtilegast að skoða málverkin hans Jóhanns frænda. Hún hafði fundið þau einn fyrsta rigningardaginn sem hún lék sér þar uppi, þegar hún var um það bil átta ára. Henni leiddist í hlýju eldhúsinu hjá ömmu, þar sem hún var í heimsókn með móður sinni og hún hafði misst áhugann þegar hún var búin með tvær sneiðar af vínartertu. Óskiljanlegar raddir íslensku ættingjanna fjarlægðust þegar hún klifraði stigann upp á þriðju hæð. Gráleit vætukennd birta seytlaði inn á háaloftið um lítinn bak- glugga meðan regnið streymdi daglangt niður litlar rúðurnar. Catherine dró stól fram á mitt gólfið og klifraði upp á hann til að kveikja á ljósaperunni. Hún kom auga á myndsjána þaðan sem hún stóð, þ.e. hún sá myndirnar. Henni þótti gaman að skoða myndir. Um stund var hún ánægð. En myndir af hrjóstrugu landslagi á íslandi voru fljótar að missa ljómann, þótt í þrívídd væru, torkennilegar, stirðnaðar og brúnleitar, svo hún fór að leita að einhverju öðru, en varlega eins og henni hafði verið sagt. Hún dró kassa með málverkum og skissum fram úr einu horninu: hverja pappírsörkina af annarri með blómum, ávöxtum, trjám, höndum, hnefum, fótum og fólki. Catherine fannst að ef hún skoðaði nógu vel kynni hún að finna smáatriði úr skissu í stærri mynd. Hendur á blaði, slakar, með útglennta fingur, lófa upp, spenntar greipar, kreppta hnefa, gætu í stærri mynd verið orðnar að einum hnefa sem biði örlögunum birginn, eða á annarri mynd að tveim höndum sem héldu ástúðlega á peru. Þarna voru litaprufur og mynsturteikningar, kyrralífsmyndir - peran aftur með vínberjum og osti, sem leit út fyrir að vera gamall. (Osturinn hlýtur að vera vond- ur, hugsaði Catherine, og dró ekki í efa færni listamannsins.) Þarna voru landslagsmyndir ekki ólíkar hrjóstrugu landslaginu á íslandi sem Catherine hafði verið að skoða, þótt þessar væru frá Gimli að vetrarlagi. Best voru málverkin af fólki, allsberu fólki, sem Catherine starði á og fann til unaðartilfinningar í maganum, sumpart ótta og sumpart einhvers annars, sem hún vissi ekki hvað var. Nöktu karlarnir sneru alltaf baki við áhorfandanum, baki eða hlið. Catherine varð einskis vísari af þeim. En nöktu konurnar veittu meiri fullnægju - sneru að henni og teygðu úr sér, þrýstnar og ávalar. Lærin voru eins og hæg- indi, og það voru dökkir skuggar í miklu hárinu sem var eins og of- vaxið kjarr yfir lýsandi holdinu fyrir neðan. Brjóstin voru ávalir hnettir, gróskumikil og þung, með dökkum hringjum sem drógu at- 74 d Æapdá - TÍMARIT ÞÝÐENDA 1*1997
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Jón á Bægisá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.