Jón á Bægisá - 01.04.1997, Blaðsíða 40

Jón á Bægisá - 01.04.1997, Blaðsíða 40
Garðar Baldvinsson Þegar kemur að lýsingum á húsakosti og fólkinu sjálfu sést hvers frumbyggjarnir eru metnir. íslenskir torfbæir síðustu alda geta vart talist sérlega heppilegir mannabústaðir og hafa margir íslendingar gagnrýnt þessa „byggingarlist". Má hér nefna gagnrýni lækna, menntamanna og pólitíkusa á nítjándu öld sem bentu á heilsuspill- andi áhrif kofanna, einkum vegna moldargólfanna, loftmengunar af ryki og reyk bæði frá eldamennsku og tóbaksreykingum, og ljós- leysi.12 Gestunum er hins vegar meira í mun að skoða, lýsa og þýða þessar byggingar. T.d. lýsir Henry Holland torfbæjunum í magnaðri mynd sem nær að kalla fram bæði Lísu í Undralandi og rannsóknar- áráttu Upplýsingarinnar, um leið og hún gerir íslendinga að dýrum en setur breska ferðalanginn í stöðu drottnarans, hins æðri sem með valdi tungumálsins getur ráðið heiminum. Þannig markar Holland viðföngum sínum, Islendingum, réttan bás: Á ytra borði, úr lítilli fjarlægð, lítur það út einsog mörgum grös- ugum bingjum hefði verið hrúgað óreglulega upp, dyr settar á einn - gluggi á annan - ólokað op á þriðja. Þegar komið er í verustaðinn eftir löngum & dimmum gangi þarsern veggirnir eru þaktir þurrkuð- um fiski, er margar vistarverur að finna - ekki með augunum því hér er ekkert að sjá - heldur með hönd gestsins sem þreifar sig áfram með veggjunum. Herbergjum er skipað niður án reglu & samsvara þau bingjunum sem blasa við ytri sjónum. - Öllu svipar þessu mjög til kanínuholu í stækkaðri mynd. (Holland, bls. 127).13 J. Ross Browne gengur jafnvel hreinna til verks og lýsir „ömurlegu hreysi“ Þingvallaprests í umfangsmiklu dýramyndmáli: torfkofarnir „minna helst á fjárhóp í hríðarroki“, burstirnar á „storkshreiður“, bæjargöngin á „slóð blindrar kyrkislöngu", en fjölskylda prestsins býr „í einni kös eins og kanínur“. Líkinguna fullkomnar Browne svo þegar honum verður hugsað til næturstaðar fjölskyldunnar innan- dyra þarsem allt er fullt af þurrkuðum fiski og skinni: Þegar fjölskyldan er búin að anda að sér heila nótt óþefnum frá fisk- inum og gæruskinnunum, er hún orðin svo samdauna, að mesta 12 Varðandi umfjöllun um þessa gagnrýni sjá t.d. Sigurð A. Magnússon (1991 og 1977). Einnig Jón J. Aðils (1915) og von Troil. 13 Á frummálinu: „Externally, at a short distance, it looks as if a number of grassy eminences had been irregularly heaped up, a door placed in one - a window in another - an unclosed opening in a third. Entering the habitation by a long, & dark passage, the walls of which are covered with dried fish, many apartments present themselves - not to the eye indeed, for nothing is to be seen - but to the hand of the stranger, feeling his way along the walls. These rooms are disposed without any regularity, & correspond to the eminences which appear in the external view. - The whole has much res- emblance to a rabbit warren on a large scale.“ 38 á JSayudá - TÍMARIT ÞÝÐENDA 1*1997
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.