Jón á Bægisá - 01.04.1997, Blaðsíða 49

Jón á Bægisá - 01.04.1997, Blaðsíða 49
Greindin afvegaleiðir sálina þegar dyrabjallan hringir er Brekkukotsannáll mættur í heimsókn. Það er sérlega geðslegur herramaður sem veit margt og kann að segja frá. I slagtogi með honum er hins vegar gömul skrudda sem mér finnst ekkert eiga sameiginlegt með bókmenntum og þess vegna líð- ur mér oft illa þegar þau koma saman. Það myndast einhver spenna í herberginu, eða öllu heldur í höfði mér, þannig að ég tapa áttum. Frændi minn einn sem kom oft hér áður fyrr finnst mér enn í dag vera velkt eintak af Þrír menn á báti (og hundurínn sá fjórði) eftir Jerome K. Jerome. Eg hló mikið yfir þeirri bók þegar ég var tíu ára eða svo og brosi enn að frænda mínum. Þegar ný bók, eða öllu heldur ólesin bók, kemur inn á heimili okkar hjóna verður stundum togstreita okkar á milli um hvort okkar skuli fyrst lesa hana. Þegar það okkar sem fyrr byrjar að lesa er komið nokkuð á veg inn í bókina verður það oft ákaflega dulúðugt í fram- komu og tilsvörum, lætur ekkert uppi um innihaldið eða hvernig því líkar. Það er til að efla enn eftirvæntingu hins og jafnframt til að koma í veg fyrir að það okkar sem ekki hefur kynnst bókinni missi áhugann. Reyndar er það góð aðferð, finnst mér, að lesa bók, rétta hana svo að konu minni og segja: Eg efast um að þér líki hún þessi. Þar með verður þandinn laus og frú mín sökkvir sér ofan í bókina og spyr kannski hvern fjárann ég eigi við. Menn sem í huga mér breytast í bækur verða athyglisverðir menn. En bækur sem verða að mönnum eru ekki eins forvitnilegar - þótt oft sé gaman að þeim. Bækur, og þá á ég einkum við skáldsögur, eru hug- arheimur sem hefur tiltekið yfirbragð en villir sjaldnast á sér heim- ildir eins og fólk getur gert. I bókmenntafræðinni var einhvern tíma talað um þær sögupersónur sem lesandinn gengi í lið með eða sam- samaði sig og svo þær persónur sem væru sjálfkrafa andstæðingar aðal- persónanna. Þegar sú formúla gengur upp í verki verður oft býsna gaman að lesa og iðulega auðvelt að ímynda sér að maður sé sjálfur aðalpersónan, ellegar þá nánasti vinur hennar og ráðgjafi eða a.m.k. í aukahlutverki og á ferli upp og ofan síðurnar. Þegar ég las fýrst Stúlkuna með Botticelli-andlitið varð ég umsvifalaust fastagestur á Græna kaffi þar sem söguhetjan situr iðulega og hugsar og ég varð líka farþegi í framsæti pallbílsins sem söguhetjan ók oft um skrítnar slóðir við rannsókn glæpsins. Ég lagði Stúlkuna frá mér að loknum lestri, gerði mér grein fyrir að vegna nafnsins fannst mér hún vera fínleg hefðarfrú sem höfðaði mjög til mín og komst að þeirri niður- stöðu að mestu skipti að ná fram stíl höfundarins eða öllu heldur andblæ textans því með því móti einu gæti ég gert Stúlkuna með Botticelli-andlitið að ástmey væntanlegra lesenda. (Þessar hugleið- ingar leiða mig að því sem Paul Bowles sagði einhvers staðar: The in- tellect is the souls pimp - greindin afvegaleiðir sálina.) Mér fannst þannig að þótt bókin skyldi vissulega þýdd af nákvæmni þá skipti fán á .'fSœyríá - HVAT? TALA THU ISLENZKU? 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.