Jón á Bægisá - 01.04.1997, Blaðsíða 5
Ritnefnd hefur orðið
Þótt ákveðið hafi verið að heiðra minningu séra Jóns Þorlákssonar á
Bægisá þegar þessu riti var gefið nafn er það auðvitað svo að fleiri
hefðu verðskuldað að nafni þeirra hefði verið haldið á loft með þess-
um hætti. Vel hefði komið til greina að láta ritið heita til að mynda
Gunnlaugur munkur, Brandur ábóti eða Oddur Gottskálksson - svo
aðeins séu nefndir menn frá fyrri öldum. Og kannski leynast nöfn
fleiri merkra þýðenda aftur í myrkri miðalda. Ritlistin er eldri en ís-
landsbyggð. Voru þýðingar ristar í rúnir? Varðveittar rúnaristur gefa
víst ekki tilefni til slíkra ályktana en hver veit hvað kann að hafa tor-
tímst í átökum norræns og suðræns siðar fyrir þúsund árum? Þessi
torkennilegu tákn germanskra þjóðflokka, er voru í senn bókstafir og
hugtök, voru snemma kennd við kukl og galdur og talin vitna um
heiðindóm og villimennsku. Við þurfum ekki að skyggnast langt aft-
ur í söguna til að finna dæmi um að reynt hafi verið að brenna menn-
inguna á báli.
Hvað um það, ný menning hefur nær ævinlega risið á rústum eldri
menningar, einatt blóði drifnum og brunnum. Með kristnitöku og
kirkju fengu Islendingar í hendurnar máttug tæki, latneskt ritmál
ásamt með ógrynni af grískum og latneskum og jafnvel arabískum rit-
um. Afdrifaríkara varð þó að þeir létu sér þetta ekki nægja heldur
færðu tungu sína í leturklæðin löngu á undan flestum nágrönnum
sínum. Þetta var einstakt og skóp forsendurnar fyrir því sem á eftir
fylgdi. Hugsið ykkur ef íslenskt ritmál hefði ekki orðið til fyrr en
biblían var þýdd eins og gerðist til að mynda í Þýskalandi! Hefði
Njála verið rituð á latínu eða ef tii vill á grísku? Kannski. En Brand-
ur ábóti hefði ekki þýtt Alexanders sögu, það segir sig sjálft.
Islenskt ritmál var að sjálfsögðu forsenda bókmennta okkar, fornra
og nýrra, frumsaminna og þýddra. Merkilegt er, í tengslum við þetta,
hið tvíbenta hlutverk kirkjunnar. Annars vegar færði kirkjan þjóð-
inni þau tæki sem til þurfti. Hins vegar var auðvitað miðaldakirkjan
andþjóðleg, páfavaldið leitaðist ævinlega við að sveigja kristnaðar
þjóðir undir vald og lögsögu Rómar - og þar með latínunnar. Þetta
gekk vel lengi framan af í þéttbýlum löndum hið næsta Vatikaninu
en verr á jaðarsvæðum, til að mynda á íslandi. Þegar svo Lúther og
aðrir svokallaðir siðbótarmenn risu loks gegn Rómarvaldinu réðst
fylgi þeirra meir af þjóðernishyggju en meira eða minna háspekileg-
um trúarkreddum. Siðaskiptin urðu sigur fjölþjóðlegrar valddreif-
ingar yfir alþjóðlegri miðstýringu. A Islandi var þessu öðruvísi farið.
Jón Arason biskup varð að þjóðhetju, ekki vegna pápískra trúarskoð-
ana sinna, heldur andstöðunnar við erlent vald sem íslendingar ótt-
uðust - ekki að ástæðulausu - af því það var svo áþreifanlegt og ná-
d Æayúiá - HVAT? TALA THU ISLENZKU?
3