Jón á Bægisá - 01.04.1997, Page 5

Jón á Bægisá - 01.04.1997, Page 5
Ritnefnd hefur orðið Þótt ákveðið hafi verið að heiðra minningu séra Jóns Þorlákssonar á Bægisá þegar þessu riti var gefið nafn er það auðvitað svo að fleiri hefðu verðskuldað að nafni þeirra hefði verið haldið á loft með þess- um hætti. Vel hefði komið til greina að láta ritið heita til að mynda Gunnlaugur munkur, Brandur ábóti eða Oddur Gottskálksson - svo aðeins séu nefndir menn frá fyrri öldum. Og kannski leynast nöfn fleiri merkra þýðenda aftur í myrkri miðalda. Ritlistin er eldri en ís- landsbyggð. Voru þýðingar ristar í rúnir? Varðveittar rúnaristur gefa víst ekki tilefni til slíkra ályktana en hver veit hvað kann að hafa tor- tímst í átökum norræns og suðræns siðar fyrir þúsund árum? Þessi torkennilegu tákn germanskra þjóðflokka, er voru í senn bókstafir og hugtök, voru snemma kennd við kukl og galdur og talin vitna um heiðindóm og villimennsku. Við þurfum ekki að skyggnast langt aft- ur í söguna til að finna dæmi um að reynt hafi verið að brenna menn- inguna á báli. Hvað um það, ný menning hefur nær ævinlega risið á rústum eldri menningar, einatt blóði drifnum og brunnum. Með kristnitöku og kirkju fengu Islendingar í hendurnar máttug tæki, latneskt ritmál ásamt með ógrynni af grískum og latneskum og jafnvel arabískum rit- um. Afdrifaríkara varð þó að þeir létu sér þetta ekki nægja heldur færðu tungu sína í leturklæðin löngu á undan flestum nágrönnum sínum. Þetta var einstakt og skóp forsendurnar fyrir því sem á eftir fylgdi. Hugsið ykkur ef íslenskt ritmál hefði ekki orðið til fyrr en biblían var þýdd eins og gerðist til að mynda í Þýskalandi! Hefði Njála verið rituð á latínu eða ef tii vill á grísku? Kannski. En Brand- ur ábóti hefði ekki þýtt Alexanders sögu, það segir sig sjálft. Islenskt ritmál var að sjálfsögðu forsenda bókmennta okkar, fornra og nýrra, frumsaminna og þýddra. Merkilegt er, í tengslum við þetta, hið tvíbenta hlutverk kirkjunnar. Annars vegar færði kirkjan þjóð- inni þau tæki sem til þurfti. Hins vegar var auðvitað miðaldakirkjan andþjóðleg, páfavaldið leitaðist ævinlega við að sveigja kristnaðar þjóðir undir vald og lögsögu Rómar - og þar með latínunnar. Þetta gekk vel lengi framan af í þéttbýlum löndum hið næsta Vatikaninu en verr á jaðarsvæðum, til að mynda á íslandi. Þegar svo Lúther og aðrir svokallaðir siðbótarmenn risu loks gegn Rómarvaldinu réðst fylgi þeirra meir af þjóðernishyggju en meira eða minna háspekileg- um trúarkreddum. Siðaskiptin urðu sigur fjölþjóðlegrar valddreif- ingar yfir alþjóðlegri miðstýringu. A Islandi var þessu öðruvísi farið. Jón Arason biskup varð að þjóðhetju, ekki vegna pápískra trúarskoð- ana sinna, heldur andstöðunnar við erlent vald sem íslendingar ótt- uðust - ekki að ástæðulausu - af því það var svo áþreifanlegt og ná- d Æayúiá - HVAT? TALA THU ISLENZKU? 3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.