Jón á Bægisá - 01.04.1997, Blaðsíða 12
Guðrún Björk Guðsteinsdóttir
einkenni. Rétt er þó að gæta varfærni. I smásögunni um Snæfellsnes
eftir W. D. Valgardson þarf t.d. að laga setningar sem höfundur legg-
ur íslendingum í munn. Sagan hefst með setningunni „Tala thu
Islenzku?“ Þannig ávarpar Islendingur Axel Borgfjord í símhring-
ingu, en kveður svo með orðunum „Godan daginnLangafi Axels
segir á einum stað „Hvat?" og „Ert hann vitless?" Þessi íslenskunotk-
un er ólíkindaleg í munni Islendinga. En hún er við hæfi í endur-
tekningu Axels á þessari bjöguðu íslensku. Amerískir ferðamenn
rjúfa hugrenningar Axels um að hann sé „utlander" á íslandi með
því að gera lítið úr landinu sín á milli og ávarpa hann svo á ensku.
Þá rennur Axel blóðið til skyldunnar, hann yppir öxlum og svarar,
„Hvat? Tala thu Islenzku?", sem mætti standa óbreytt.
Laura lífgar upp á frásögn sína í Confessions með því að gefa stöku
sinnum til kynna talmálseinkenni í ensku jafnt sem íslensku. Mar-
grét yfirfærir frávik frá ensku ritmáli í setningunni „Cain’t you-all
read?“ í Confessions (296), sem hún þýðir með „Kunniði ekki að
lesa?“ í fátningum (332). Frávik frá íslensku ritmáli yfirfærir Margrét
hinsvegar ekki. Frummyndin hefði þó mátt standa nær óbreytt í setn-
ingum eins og „Ha? Kvað heldur þú, Rúna?“ og „Ha? Þú sejir satt,
Nonni!“, í ávarpinu „Kondu sæll góði minn“, og upphrópuninni
„Kver fjandinn!“, en ekki síst í skemmtilega tvíræðri upphrópun,
„Skotans veður!“13 Með því að halda talmálssniði íslensku innskot-
anna hefði Margrét getað vegið upp á móti því að málnotkun hennar
er á stundum örlítið fágaðri og fræðilegri en frumtextinn gefur tilefni
til.
En þrátt fyrir að hneigjast til að færa málfar Lauru í vammlausan
íslenskan búning tekst Margréti víða vel að ná léttri og margbreyti-
legri hrynjandi frásagnarinnar með litskrúðugu orðfari. Bjögun á
ensku er nær óhugsandi að yfirfæra á sannfærandi hátt þegar sá sem
talar er íslenskumælandi og fráleitt væri að þýða yfir á bjagaða ís-
lensku. Hinsvegar hefði mátt halda þeim stílbrigðum Lauru að læða
inn „Ja, well“, einkum í tal Vestur-íslendinga sem ekki hafa fullt vald
á ensku. Þegar Laura lýsir hvernig Jakob frændi hennar tók á móti
Indíánum sem brutust inn hjá honum eina nóttina leggur hún
13 Sjá Confessions þar sem p kemur í staðinn fyrir þ: „Ha? Kvad heldur pú,
Runa? Eh? What do you think, Runa?“ „Ha? Pú sejir satt, Noni! Eh? You
are right, Noni!“ (14). I Játningum verður þetta: „Ha, hvað heldur þú, Rúna?“
„Ha, segir þú satt, Nonni?" (18). „Kondu saell godi minn" í Confessions (21)
verður „Komdu sæll góði minn“ í Játningum (26), „Kver fjandin!" í Con-
fessions (66) verður „Hver fjandinn er á seyði?“ í Játningum (74), en „Skotan’s
vedur!" í Confessions (26) þýðir Margrét með „.Andskotans veður er þetta!’
hrópaði hún á íslensku . . (32). Skýringin sem Margrét skýtur inn um að
upphrópunin hafi verið á íslensku þykir mér staðfesta kosti þess að nota let-
urbreytingu til að auðkenna íslensk innskot. Sjálf talmálseinkennin eru stíl-
brigði sem engu ómerkari höfundur en Halldór Laxness hefur brugðið fyrir
sig, en augljós stílbreyting verður ef þau eru færð í búning ritmáls.
10
d JSayuáá - TÍMARIT ÞÝÐENDA 1*1997