Jón á Bægisá - 01.04.1997, Síða 36

Jón á Bægisá - 01.04.1997, Síða 36
Garðar Baldvinsson kanadíska, fær hún hins vegar auðveldlega til að trúa því, líktog Diana Brydon virðist gera, að íslenska þjóðin sé holdgerving vestrænna goðsagna um Inúíta, m.ö.o. að íbúar landsins séu Inúítar. Nú gæti kviknað spurning um það hvort nafngiftin „hvíti Inúít- inn“ sé „tómt ílát“ einsog segir í textanum um orðin. Nafngiftin missir eiginlega marks þegar henni er beitt í textanum sem niðrunar- orði í Danmörku. Það gerist í skondnum samslætti ferðasögunnar við sjálfstæðisbaráttu íslendinga og virðist textinn gefa til kynna að í byrjun 20. aldar hafi hnjóðsyrðin „konungssinni" og „sambands- sinni“ sömu merkingu á Islandi og stríðnisorðin „hvítur Inúíti" og „íslendingur" hafa í Danaveldi kalda stríðsins: í landi föður míns var ég þekkt sem hundadagastelpan, konungs- sinni, Dani. Önnur börn kölluðu á eftir mér: Konungs-drusla! Bauni! í landi móður minnar hjóluðu önnur börn spottandi í hring um- hverfis mig. Þau pískruðu um það sín á milli á götuhornum að ég væri hvítur Inúíti, hákarlaæta. Islendingurinn. (bls. 8)6 Hér, og reyndar víðar í textanum, er nafngiftin uppnefni, til háð- ungar og vísbending um frumstæðni. Slíkt háð hefur lengi farið fyrir brjóstið á Islendingum og mætti hér minna á þá sögu sem oft er á hraðbergi höfð að Grímur Thomsen hafi verið svo þreyttur á að aðrir Evrópubúar skyldu álíta hann af frumstæðu fólki kominn að hann hafi svarað spurningu Belga nokkurs um það hvaða tungumál þessir skrælingjar á íslandi töluðu með hinni fleygu spælingu: „belgísku", því Belgar eru svo lánlausir að eiga ekki eig- ið tungumál. í The Prowler er einmitt sem „Inúíti“, „íslendingur" og „hvítur Inúíti“ séu alger samheiti og verður því sú spurning áleitin hvort einkunninni „hvítur“ sé ekki ofaukið og að skammar- yrðið „skrælingi" á sjötta áratugnum sé hreiniega rangt þýtt með orðinu „Inúíti“, hinu pólitískt rétta orði níunda áratugarins og fjölmenningarinnar. Hér gæti þó fjölþættur uppruni sögukonunn- ar einnig splundrað spurningunni með því að grafa undan mögu- leikanum á einu svari eða einni spurningu og gefa til kynna að kannski sé spurningin flóknari en „hver ertu?“ eða að svarið sé mun flóknara en „Islendingur“ eða „(hvítur) Inúíti“, þarsem sér- hvert orð er ferðataska, jafnvel tómt ílát sem hver og einn þarf að merkja sinni menningu. Keisaraleg sjálfsvera og skortur íbúanna Þótt hugsanlegt sé að með orðinu „Inúíti“ beygi textinn sig undir kröf- 6 Á frummáli: „In my father’s country I was known as the dog-day girl, a mon- archist, a Dane. Other kids shouted after me: King-rag! Bean! In my mother’s country other kids circled me haughtily on their bicycles. They whispered among each other on the street corners that I was a white Inuit, a shark eater. The Icelander.” (bls. 8) 34 fás,. d JföayMá - TÍMARIT ÞÝÐENDA 1*1997
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.