Jón á Bægisá - 01.04.1997, Blaðsíða 54
William D. Valgardson
sjaldgæfir og villikettir í héraðinu milli Manitobavatns og Winnipeg-
vatns.
Við höfðum enn ekki rennandi vatn og ef við fórum í vikulegt bað
okkar hjá Einari á sunnudögum þurfti ekki að bera inn vatn og hita
það á eldavélinni, sem var mikið og tímafrekt verk fyrir fimm barna
móður. Þetta kvöld þegar mamma var að þvo mér um hárið sagði hún
mér frá því að í kreppunni hefði bankinn tekið jörð foreldra þeirra
upp í skuld og þótt jörðin færi í eyði og fjölskyldan yrði heimilislaus,
leyfði bankastjórinn þeim ekki að vera í íbúðarhúsinu eða sá til
næstu uppskeru. Þótt hún væri aðeins þrettán ára, neyddist móðir
mín til að fara til Winnipeg og gerast vinnukona. Það sem hún mundi
best frá þeim tíma var hve mikið hún þurfti að vinna og hvernig hún,
sjúk af hræðslu og einmanaleika, lokaði sig inni á baðherbergi grát-
andi og með uppköst. Það litla kaup sem hún fékk sendi hún foreldr-
um sínum. Einar var fjórum árum eldri. Hann hafði ætlað á land-
búnaðarskóla. Þess í stað neyddist hann til fara að heiman. Næstu
árin var hann á þvælingi fram og aftur um Kanada sem laumufarþegi
hangandi utan á lestum, snapandi dagsverk, stelandi úr görðum og
jafnvel betlandi, þangað til hann fékk vinnu í námunum og gat að
lokum unnið sér nóg inn til að kaupa nýja bújörð.
Þegar einhver kom út af baðherberginu, hrópaði Einar, jafnvel þótt
við værum að borða kvöldmat - samskipti hans við aðra fólust gjarn-
an í hrópum - „Jæja, hvað lærðirðu síðustu fimmtán mínúturnar?"
Og þá vorum við byrjuð. Klukkustundum saman rökræddum við
þann fróðleik um stjórnmál, trúarbrögð eða fjármál sem einhver
hafði verið að lesa. Veggirnir í húsi hans voru þaktir bókum og með-
an við rökræddum, stundum fimm, sex eða fleiri — hver sem vildi fé-
lagsskap gat litið inn - tók hann bækur úr hillunum, opnaði þær og
rak okkur í rogastans með staðreyndum. Hvaða málefni voru rædd
eitthvert ákveðið kvöld réðst af því hve margir gestanna fóru á
salernið. Við vorum kannski í miðjum rökræðum um flutningsgjöld
og undirokun vesturhéraðanna vegna hagsmuna austanmanna þegar
heyrðist sturtað niður úr salerninu, dyrnar voru opnaðar og frændi
minn hrópaði: „Jæja, hvað höfðu vinir hins óbreytta borgara að bjóða
í dag?“ Og óðara vorum við komin inn á nýja braut.
Þessum rökræðum lauk aldrei heldur sveigðust þær og breyttust,
stöðvuðust um stund og hófust svo aftur. Sumar þeirra héldu áfram
árum saman, með nýjum sönnunum, nýjum skoðunum, þátttakend-
ur breyttu stundum afstöðu sinni til mála og hurfu síðan til fyrri af-
stöðu á ný. Knúinn vanmáttarkennd og reiði gat ég ekki haldið mig
utan rökræðnanna, en gat ekki heldur rekið frænda minn á gat - þótt
ég leitaði uppi heimildir sem styddu skoðun mína. Héraðsbókasafn-
ið með blöndu af nær ólæsilegum sígildum skáldsögum (Sir Walter
Scott) og rusli (kúrekareyfurum) kom að takmörkuðum notum og
52
Jfev d ddœpdd - TÍMARIT ÞÝÐENDA 1*1997