Jón á Bægisá - 01.04.1997, Blaðsíða 31

Jón á Bægisá - 01.04.1997, Blaðsíða 31
Garðar Baldvinsson Orð og ferðatöskur The Prowler sem þýðing á íslenskri menningu og sögu Skáldsagan The Prowler (frá 1989) eftir íslensk-kanadíska rithöf- undinn Kristjönu Gunnars er þroskasaga ungrar stúlku sem fæðist á íslandi og elst þar upp til sextán ára aldurs þegar hún flyst til Bandaríkjanna og síðar til Kanada. Einhvers staðar þar rifjar stúlk- an söguna upp löngu síðar og setur hana í samhengi sem henni var dulið þegar atburðir sögunnar gerðust. Hún fæðist skömmu eftir stríðslok og einkennast þroskaár hennar og vitund mjög af tvenndar- hyggju kalda stríðsins sem klýfur allt í tvær ósættanlegar andstæður. Ætterni stúlkunnar mótast hins vegar af sambreyskingi alls konar andstæðna sem veldur henni margvíslegum vanda í uppvextin- um. Faðir hennar er íslendingur í báða ættliði en móðir hennar Dani af flóknum uppruna sem teygir anga sína um alla Evrópu, enda blandast í þroskasöguna straumar úr sjálfstæðisbaráttu ís- lendinga og togstreitu þeirra við Dani. Þessi flækja hefur vita- skuld bein áhrif á þroska stúlkunnar sem og á samband hennar við aðra innan og utan fjölskyldunnar. Ennfremur fer tvennum sögum af högum fjölskyldunnar því faðir hennar hefur doktors- gráðu í jarðfræði frá bandarískum háskóla og þrátt fyrir að fjöl- skyldan njóti ýmissa efnalegra forréttinda upplifir söguhetjan mikla fátækt. Sjálfsmynd stúlkunnar er af þessum sökum afar flókin, svo að henni finnst oft sem helsta tákn íyrir eigin sjálfsmynd sé púsluspil sem hún minnist úr einni ferð sinni með Gullfossi til Danmerkur; alla ferðina er bitum bætt í hið stóra spil svo að um síðir lítur út fyrir að því ljúki með fullkomnun, en þá er því umturnað og næsta mynd hennar er af öllum bitunum í hrúgu á gólfinu. Ein grein móðurættar hennar hverfur einhvers staðar í miðri Evrópu og afbyggir1 textinn þannig ættfræði þá sem birtist í einsleitum og línulegum ættartölum Islendingasagna. Sá hluti uppruna sögukonunnar sem tengist bók- menntum og sögu íslands og Evrópu gerir hana hins vegar að texta- venslaðri sjálfsveru sem er orðin firrt frá náttúrunni í umhverfi nútímastórborgar, en um leið að táknrænni sjálfsmynd íslendinga. Þroskasagan vísar þannig út fyrir sig, í sögu íslands og jafnvel alls heimsins og þarmeð í þá refskák sem alþjóðleg stjórnmál geta leikið með sjálfsmynd einstaklingsins. Lykilspurning textans, hver ertu, 1 Sögnin að „afbyggja" er þýðing á hugtaki franska heimspekingsins Jacques Derrida „déconstruer" sem vísar til þess að takast á við tungumálið og hug- myndir í vestrænni menningu um merkingu, vitund og sannleika. Með hugtak- inu er bent á vissar frumforsendur í menningunni og þversagnir hennar með það fyrir augum að losna úr viðjum hennar og setja mál fram með nýjum hætti. d Æapáá - HVAT? TALA THU ISLENZKU? 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.