Jón á Bægisá - 01.04.1997, Page 44

Jón á Bægisá - 01.04.1997, Page 44
Garðar Baldvinsson kalla mætti „heimahaga“ þeirra: þeir leggja þessa goðsögn yfir land- ið áður en þeir sjá það. Bæði „frumbyggjar“ og ferðamenn lesa útúr sögunni vissa þjóðarímynd sem í reynd tilheyrir þessari goðsögn (sjá líka Njörð P. Njarðvík, bls. 29). í ferðabókmenntunum er landið oft einmitt þakið sjálfum sögunum, enda las t.d. William Morris það sem opna bók íslendingasagna. Sagan er þannig skrifuð í landið sem verður þá ekki bara ímynd bókmenntaarfsins, heldur einnig þjóðar- innar sjálfrar og (gullaldar)menningar hennar sem er þó í raun og veru glötuð menning horfinna tíma. Ferðabókmenntirnar eru afar tvíbentar í afstöðu sinni gagnvart arf- leifðinni því annars vegar er landið, einsog að framan greinir, nokkurn veginn opin bók gullaldar og hins vegar er þjóðin sem land- ið byggir í algerri andstöðu við þessa ímynd: fólkið er á plani dýrs- ins, ómenntað, skítugt og illa þefjandi. Þannig segir t.d. Holland að háttvísi fyrrverandi landshöfðingja, Ólafs Stephensens, sé í „litlu samræmi við fyrirframhugmyndir okkar um herramenn úr íslenskri sveit“ (bls. 93),20 en Dufferin lávarður segir í undrunartón: „íbúarn- ir eru gæddir slíkum vitsmunum að vart er við því að búast í svo ein- angruðu samfélagi" (bls. 32).21 The Prowler heldur þessum arfi mjög til hlés og er fjölþjóðlegum bakgrunni söguhetjunnar trúr að því leyti að textinn vísar einnig í aðrar evrópskar bókmenntir, aðallega módernískar, auk þess sem ýmsir bókmenntafræðingar eru nefndir til sögunnar. Hinn íslenski arfur er helst nefndur til að gera grín að honum eða afbyggja hefðbundnar myndir hans. T.d. er sagan af enda- lokum Loka sögð með konu hans í forgrunni (bls. 98) og gamli bær- inn í Reykjavík þarsem götur bera goðanöfn er slitinn úr sínum goð- sögulegu tengslum við bókmenntaarf og sjálfstæðisbaráttu með því að minna á að „gamli bærinn var byggður að danskri fyrirmynd“ (bls. 76).22 Háðið er síðan áréttað með því að sýna hversu framandlegur hann er íslenskri menningu, því að öndvert við íslenskt landslag sem er opið og vítt rými er gamli bærinn mótaður af innilokun, þröngu og lokuðu rými. Þannig losar textinn um einsleitni íslenskrar menning- ar með því að gagnrýna sjálfar undirstöður hennar. Öfugt við goðsögurnar sem hér hafa verið nefndar er söguhetjunni ekki auðvelt að samsama sig íslenskri náttúru, enda tengist hún henni aðeins gegnum bókmenntir og goðsögur. í samræmi við þessa tregðu er söguhetjunni einnig nær ókleift að samsama sig íslensku landslagi, að gleypa í sig íslenska þjóðerniskennd með því að fara út í náttúruna. Þegar hún fer þangað, út í bergmálandi gil, tekst henni 20 Á frummálinu: „little accorded with our preconceived ideas of a country- gentleman in Iceland". 21 Á frummálinu: „its inhabitants [are] endowed with an amount of intellectual energy hardly to be expected in so secluded a community". 22 Á frummálinu: ,,[t]he old town had been constructed according to a Danish model". d - TÍMARIT ÞÝÐENDA 1 • 1997 42
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.