Jón á Bægisá - 01.04.1997, Qupperneq 20
Guðrún Björk Guðsteinsdóttir
bókmenntum og umfjöllun um þær (13-14). Hún segir: „Til að heyr-
ast verða bókmenntir kvenna að nota sama skáldskaparmál og ríkj-
andi karlahefð, samtímis því sem þær leitast stöðugt við að finna
form fyrir sína eigin reynslu og sjálfsvitund" (15).
Táknvísanir Kristjönu í „Song of the Reindeer" (Óður hreindýrs-
ins) beina athyglinni að skáldskaparhefð kvenna og undirstrika að
þöggun raddar hennar í íslensku nútímasamfélagi sé tímaskekkja.
Freistandi er að draga þá ályktun að sú Bogga sem situr inni með
Eddu vísi til Borgu í The Viking Heart Lauru Goodman Salverson og
dómsins sem yfir bókinni var kveðinn með því að þegja hana í hel.24
Táknrænt séð gengst Edda inn á forsendur karllegrar/ríkjandi frásagn-
arhefðar þegar hún mundar byssuna og er því að vissu leyti meðsek í
fangelsun/þöggun kvenlegs/víkjandi óðs/orðræðu sinnar. í skáldsögu
Kristjönu The Prowler hafnar sögumaður hinsvegar forsendum karl-
legrar frásagnarhefðar sem sé sögð framsækin, mark-viss, en sett
mark sé oft skotmark. I Marxism and Form bendir Fredric Jameson á
að einkenni frásagnarhefðar Hemingways sem fulltrúa amerískrar
menningarhefðar sé ekki einungis áherslan á manndóm, heldur
einnig á tæknilegt vald á orðræðu, skáldskap, veiðum, nautaati og
stríði.25 Þessi tengsl og staðsetning frásagnarinnar á Reykjanesskaga,
höfuðstöðvum bandarísks setuliðs, bjóða upp á þá viðbótarmerkingu
að Edda tákni íslenskar menningar- og frásagnarhefðir sem geti orðið
undir ef þær gangast inn á bandarískar forsendur.
Ef tímaskekkjan blindar ekki lessýn má gera ráð fyrir að flestum
íslenskum lesendum verði hugsað til annarrar vel þekktrar viður-
eignar manns og hreindýrs. Afdrifarík veiðiferð Eddu og Óla á sjálfri
jólaföstunni kallast reyndar á við Sjólfstætt fólk Halldórs Laxness,
annarsvegar veiðiferð Ingólfs Arnarsonar Jónssonar á sunnudegi í
landi Sumarhúsabóndans, en hinsvegar hrakfallaferð Bjarts á hrein-
dýrstarfinum.26 I víðasta skilningi er átakamiðjan í „The Song of the
Reindeer“ söm og í Sjólfstæðu fólki, en Kristjana dregur þessi átök
24 í grein um Jótningar lundnemadóttur bendir Kristjana einmitt á togstreituna í
formgerð og frásagnarstíl Lauru, milli formgerðareinkenna sjálfsævisögu
(autobiographyj og játningar (confessionJ sem endurspegli átök þar sem ís-
lensk arfleifð, kvenleg frásögn og tilhneiging játningarinnar til að afbyggja, eða
endurtúlka, þá ímynd sem aðrir hafa skapað á höfundinum lúti í lægra
haldi fyrir kanadískum menningarhefðum, karllegri frásagnargerð og þeirri
markvissu byggingu sjálfsmyndar sem einkenni amerískar sjálfsævisögur.
Sjá „Laura Goodman Salverson’s Confessions of a Divided Self“ í bókinni
A Mazing Space: Writing Canadian Women Writing, ritstj. Shirley Newman og
Smaro Kamboureli (Edmonton, Canada: Longspoon/NeWest, 1986) 148-153.
25 Fredric Jameson, Marxism and Form (Princeton, New Jersey: Princeton Uni-
versity Press, 1971) 412.
26 Lýsing Halldórs á reið Bjarts á tarfinum er sýnilega byggð á einni af hreindýra-
veiðisögum Helga Valtýssonar í bókinni Á hreindýraslóðum (Akureyri:
Norðri, 1945). Helgi var mikill talmaður friðunar hreindýra og þó svo Ólafur
Þorvaldsson væri honum samhuga var hann ósammála Helga í því að útdauða
jfev d Jðœyzóá - TÍMARIT ÞÝÐENDA 1*1997
18