Jón á Bægisá - 01.04.1997, Blaðsíða 43

Jón á Bægisá - 01.04.1997, Blaðsíða 43
Orð og ferðatöskur Því lengur sem maður lifir, hugsaði ég síðar í lífinu, því vísvitaðra virðist mynstrið vera sem kemur í ljós. Sé þetta saga Guðs, hólt ég, þá þarf að bíða eftir henni [...] Höfundurinn snuðrar í gefinni sögu sem kemur í ljós með tímanum. Höfundurinn skilar skýrslu um at- burði. Það eru engar söguhetjur í gefinni sögu. Öll efni eru upphugs- uð efni. Sjónarhornið er ótryggt. Höfundurinn er óhjákvæmilega hluti sögunnar. Höfundurinn getur ekki gert skýrslu um allt. Það er ekki nauðsyn- legt að segja alla söguna. Það verður bara nóg til að útbúa óljósa skissu af mynstrinu. Allt að einu býst höfundurinn við ólgusjó. Allt verkið endar kannski á gólfinu, í hrúgu á ný (bls. 71).18 í sjálfsleit sinni ferðast söguhetjan um ranghala textanna í von um forskrifað handrit sem þeir virðast bjóða upp á. En þarna er aðeins að finna óskýr teikn sem benda ekki í eina átt heldur margar og ólík- ar. Þannig er íslenskur uppruni henni afar misvísandi bending, ekki síður en sá sem kemur úr öðrum löndum Evrópu. Söguhetjan dettur einnig ofan í kanínuholu landsins og snuðrar þar eftir nokkru sem vegur þungt í sjálfsmynd íslendinga, þ.e. sam- sömun þeirra við náttúru og landslag. Það er orðin goðsögn um íslenska þjóðarímynd að hún einkennist hvað mest af samruna fólks og náttúru, en samkvæmt goðsögninni rekur fólkið uppruna sinn til náttúrunnar og landslagsins. Þessa goðsögn má lesa bæði í þjóðernis- kenndri sagnfræði íslendinga og í ferðabókmenntum 19. aldar. Þessu tengist einnig sú hugmynd að íslensk menning hafi orðið til á þjóð- veldisöld, átt gullöld með ritun íslendingasagna en síðan legið í dvala um sex alda skeið kúgunar Dana, þar til sjálfstæðisbaráttan byrjaði með rómantíkerum 19. aldar. Enda segir í boðsbréfi um stofn- un Hins íslenzka fornritafélags „að fornritin hafa jafnan verið dýrasta eign íslendinga, á þeim er reist menning vor heima fyrir og orðstír vor út á við“ (1927).19 Þessi goðsaga er undirrót þeirrar myndar af hetjuskap og glæsileika sem er íslendingum löngu orðin að forskrift sjálfsmyndar (sjá Jónas Kristjánsson, bls. 239). Jafnframt er goðsögn- in hluti af menningu ferðalanganna og er þegar til staðar í því sem 18 Á frummálinu: „The longer you live, I thought much later in life, the more deliberate the pattern that emerges seems to be. If it is God’s story, I consider- ed, then it must be waited for. (...) The writer is a prowler in a given story that emerges in time. The writer reports on incidents. There are no protagonists in the given story. Any subject is a contrived subject. The point of view is uncertain. The writer is necessarily part of the story. The writer cannot report on everything. It is not necessary to tell the whole story. There will be just enough to provide a faint sketch of the pattern. In any case the writer expects rough seas. The entire work may find itself on the floor in the end, again in shambles." (The Prowler, bls. 71) 19 Ég vil þakka Jóni Yngva Jóhannssyni fyrir að benda mér á þessa tilvitnun. d JBapáá - HVAT? TALA THU ISLENZKU? 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.