Jón á Bægisá - 01.04.1997, Síða 50

Jón á Bægisá - 01.04.1997, Síða 50
Gunnar Gunnarsson ekki minna máli að koma andrúmslofti verksins til skila í þýðing- unni. Ég settist því niður og las hana og las hana aftur og snaraði henni síðan á stuttum tíma. Við þá iðju opnaði ég ekki orðabók að heitið gæti en fannst að mér hefði tekist best upp þegar ég stóð upp frá dagsverkinu og leið eins og ég hefði verið farþegi í pallbílnum sem ég nefndi ellegar að ég þráði að fá að sötra einn bolla af kapúsínó, viss um að glas af bjór eða víni myndi valda mér óbærileg- um höfuðverk eins og söguhetjunni. I þýðingarvinnunni naut ég þeirra forréttinda að ég vissi að þótt á hverri síðu væru atriði sem orkuðu tvímælis og að hver einasta setning yrði að endurskoðast rækilega þurfti ég ekki að hafa áhyggjur þar eð ég hafði aðeins með stíl og grófþýðingu verksins að gera. Nákvæmnisvinnan var í hönd- um Hildar Finnsdóttur. Þótt við Hildur höfum þekkst lengi og starf- að á skyldum sviðum höfðum við ekki fyrr unnið saman með þess- um hætti. Eftir reynsluna af þýðingu Stúlkunnar með Botticelli- andlitið á ég erfitt með að hugsa mér að þýða eða semja nokkurn hlut án þess að hún endurskoði og yfirfari, endursemji og endurriti hvað- eina sem þarf. Halldór Laxness sagði að ritmennskan væri oft eins og grjótburður. Það er óneitanlega léttara að koma björgunum á sinn stað í hleðslunni ef tveir eru um að snara þeim upp. Þegar þýðing okkar var svo að segja komin fyrir vindinn birtist höfundur skáldsögunnar, William D. Valgardson, hér á landi og átt- um við með honum ánægjulegar stundir. Ég get þó ekki stillt mig um að nefna að hafi viðkynningin við söguna hans verið ástarævintýri má segja að kynnin af honum hafi kippt mér niður á jörðina aftur. Kannski var þetta svolítið eins og að kynnast væntanlegri tengda- móður sinni - hún er vissulega ekki sú sem maður elskar heldur sú sem maður virðir og getur varpað ljósi á tilfinningarnar. Ef ástin er allt í senn andleg og líkamleg og blind þá er vönduð tengdamóðir sú sem kippir manni niður á jörðina og eflir skilning manns á kærust- unni. Það var meðal annars það sem Paul Bowles átti við. Bill Valgardson er vitur og vel að sér og vanur að ræða við einfaldar sál- ir. Hann gat talað um „Stúlkuna“ eins og kennari, spurði okkur um þýðingu okkar á tilteknum orðum og orðasamböndum og lét sér ekki bregða þegar við spurðum hann um sjálfsagða hluti. Eftir að sam- band var komið á héldum við áfram að spyrja og fá svör því að sprell- lifandi höfundur sem á bréfasíma hlýtur að vera hverjum þýðanda himnasending, einkum þó ef höfundur sá veit nákvæmlega hvað hann á við eða hvers vegna hann notar tiltekin orð. Svör Bills voru stutt og hárnákvæm. Mér datt það stundum í hug þegar ég var að taka við símbréfum frá honum að samtal nákvæms Shakespeare-þýðanda við höfundinn á Internetinu væri sennilega það sem ég helst vildi fá að sjá á rafrænum skjá. Væntanlega kemur að því að við upplifum hið endanlega hrun tungumálamúrsins og afnám landamæranna 48 d Jðeey/úd - TÍMARIT ÞÝÐENDA 1 • 1997
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.