Jón á Bægisá - 01.04.1997, Blaðsíða 118
BiII Holm
Svo var það nánast fyrir tilviljun að ég komst á snoðir um fortíð
hennar. Það var löngu eftir að bæði hún og foreldrar mínir voru látn-
ir. Sara er jörðuð í íslenska kirkjugarðinum nokkru fyrir sunnan
Minneota. Þar eru flest nöfnin ósköp venjuleg hversdagsnöfn einsog
Gíslason, Hallgrímsson, Björnsson, Hrafnsson, Jökull, en þar eru líka
sérkennileg nöfn einsog Schram og Kline. Eg pældi ekkert í því þeg-
ar ég var strákur; ég hélt að guð hefði hagað því þannig að aðeins Is-
lendingar enduðu á þessum útvalda stað og að honum væri
treystandi til að úthluta öðrum sitt pláss annars staðar. En dag
nokkurn var ég á gangi um kirkjugarðinn með fjölskyldu af virðuleg-
um eldri borgurum af íslenskum Minneotastofni. Þau þekktu alla á
staðnum og ávörpuðu þá með nafni þegar þeir stikluðu yfir steinana.
„Sjáðu þetta,“ sagði Björn. „Einhver hefur snyrt gröf Skunksins og
gróðursett blóm. Það er meira en sú skepna á skilið.“
„Skunkurinn?"
Hann benti á gröf manns sem dó árið 1945.
„Af hverju er hann við hliðina á Söru?“ spurði ég.
„Vissirðu það ekki? Hann var sonur Söru. Hún var þjónustustúlka
sem kom frá Islandi með Christian Gunter Schram, sem var þýskur
að uppruna, ekki íslenskur, gamall okurkaupmaður. Hann barnaði
Söru og skildi hana svo allslausa eftir. Hún var fátæk og fávís og ól
strákinn upp ein. Hann varð fyllibytta, stal frá mömmu sinni, fór illa
með hana og drapst úr drykkju."
„Og hann var kallaður Skunkurinn af því ..."
„Það átti vel við hann.“
Hinn visni og skítugi líkami Söru Kline reis upp í huga mér; ég
fann fnykinn af hálfreyktum stubbum úr skjóðu hennar og kámuga
krumlu hennar á kinninni. Þetta var sagan sem mamma vildi aldrei
segja og ástæða þess að mér var kennt - og það af þrotlausri smá-
munasemi - að umgangast hana einsog greifynju. Hún hafði, kærar
þakkir, mátt þola nóg í þessum heimi og þurfti ekki á frekari smán að
halda á leið sinni úr honum. Siðmenning er vísast ekki fólgin í því
að vita hvernig eigi að bregðast við í fyrsta sinn, frekar í hinu að
reyna (án mikillar vonar) að vera skynsamur og nógu mannlegur til
að bæta fyrir misgjörðirnar þegar þær mæta þér á nýjan leik.
Á frummálinu heitir sagan In the Garden.
EinarMár Guðmundsson íslenskaði.
116
d - TÍMARIT ÞÝÐENDA 1*1997