Jón á Bægisá - 01.04.1997, Blaðsíða 37
Orð og ferðatöskur
ur pólitískrar rétthugsunar á ritunartíma sögunnar frekar en undir
bókmenntalegt raunsæi þá eru forsendur þess að nota það hvorki ein-
hlítar né einfaldar, ekki síst vegna þess að saga sögukonunnar af ís-
landi er ekki samtímalýsing hennar á dvöl sinni heldur upprifjun um
það bil tveimur áratugum síðar. I þeirri upprifjun er Island greinilega
orðið henni framandi, menningin skoðuð í ljósi þeirrar sem sögukon-
unni er kunnugleg og jafnvel orðin hennar eigin, þ.e. í ljósi hinnar
kanadísku. Sögukonan sér landið, fólkið, sögu þess og sjálfa sig á tíma
atburðanna sem annað. Ferðalag hennar í huganum til íslands og
æskunnar líkist því ferðalagi á ókunnar slóðir og sver sig í ætt við aðr-
ar ferðasögur sem einmitt einkennast mjög af því að viðhorf, viðmið,
gildi og jafnvel umhverfi úr „heimahögunum“ eru lögð yfir ferðaslóð-
irnar. í tilfelli sögukonunnar eru „heimahagarnir" þannig ekki aðeins
Kanada og Bandaríkin, heldur einnig eigin myndir af landi og þjóð á
Islandi. Spurningin verður hvort hin textalega sjálfsvera sem að baki
skrifunum stendur komist hjá þeim merkingum sem flókinn uppruni
og uppvöxtur hennar stendur að í vitund hennar. Eru ferðatöskurnar
nýjar, tómar, án nokkurrar fyrirframmerkingar?
Textinn mótast líka af þeim „hversdagslegu" aðstæðum sem hann
sprettur úr, þ.e. að vera skrifaður á ensku fyrir enskumælandi viðtak-
endur. Líktog ferðabókmenntirnar hefur hann afmarkaðan markhóp
sem gerir tilteknar væntingar í þessu markaðskerfi sem textinn er ætl-
aður. Breskar ferðabækur 19. aldar voru oft skrifaðar út frá markaðs-
legum hagsmunum í Bretlandi fremur en til að lýsa á sannferðugan
hátt landi því og þjóð sem þær segja frá. Þær voru, ef svo má segja,
skrifaðar inn í breskt samhengi, þ.e. samhengi þarsem Bretland og þá
ekki síst Lundúnir svo og háaðalinn voru gerð að miðpunkti heims-
ins, alnálægu viðmiði alls. Þessar bækur þýða framandi lönd á texta
heimamenningarinnar. Á svipaðan hátt fer The Prowler að: skoðar fs-
land, samfélag þess og menningu, í því augnamiði að flytja það inn í
samhengi kanadískrar fjölmenningar þar sem sérhver einstaklingur er
„bandstrikaður", þ.e. á einnig ættir að rekja til annars lands en
Kanada og getur alltaf átt á hættu að verða „annar“ samfélagsins. Sú
pólitíska rétthugsun (political correctness) sem ríkir í fjölmenningu
markhópsins einkennist ekki hvað síst af því að hagsmunahópar
koma sér saman um hvað hlutirnir skuli kallaðir, þ.e. hún þýðir
heiminn yfir á tungumál sem á engum að mismuna. Söguhetja The
Prowler er margfaldlega bandstrikuð og með nafngiftinni „hvítur
Inúíti“ er sem hún vilji láta kanadíska lesendur telja hana tilheyra
minnihlutahópi sem flestir Kanadamenn þekkja og sumir hafa jafnvel
samúð með, e.t.v. vegna þess að þar þekkja fáir til íslands og Islend-
inga þótt afkomendur vesturfaranna skipti tugum þúsunda í dag.
Þannig lagar textinn „íslenskan“ veruleika að væntingum markhópsins.
Slík þýðing eða yfirlagning er þó margfaldari í roðinu en svo að
jfav d Maydd - HVAT? TALA THU ISLENZKU?
35