Jón á Bægisá - 01.04.1997, Blaðsíða 115

Jón á Bægisá - 01.04.1997, Blaðsíða 115
Bill Holm í garðinum Á meðan ég var að alast upp í Minneota skar Sara Kline sig úr sakir fátæktar. Ár og síð gekk hún í sömu svörtu lörfunum, gömul og vis- in, næstum tannlaus, fitugt grátt hárið hulið svartri slæðu. Hún var líklega svona lotin út af sjóndapurri leit sinni að sígarettustubbum sem hægt var að reykja. Hún tíndi þá upp úr steypunni eða undan járngrindum rennusteinanna og stakk þeim niður í skítuga larfa- skjóðuna - hún var „pokakerling" Minneota löngu áður en það hug- tak var fundið upp. En eymd hennar gerði ekki síður nefinu viðvart en augunum. I tíu metra radíus var nærvera hennar ljós: fnykur af óþvegnum lörfum, lykt af svita, hlandbrunnum nærfötum og rotnuðum mat í rotnuðum tönnum, gamlar sígarettur, ódaunn af dýnum sem hefði átt að vera búið að fleygja fyrir löngu, lykt hinna gömlu og fátæku sem eru hætt- ir að geta hugsað um sig og hafa glatað allri hirðusemi. Ég er úr fjölskyldu stórmenna, mælt í sentimetrum. Það á einkum við um þá sem ég man eftir, þótt minnið sé brigðult. Ég man bara að Sara var helmingi minni en ég taldi að venjulegt fólk ætti að vera. Hún var nær jörðinni en hún hefði átt að vera, upprétt eða almennt í lífinu. Á fjórða og fimmta áratugnum var tekið til á bóndabæjum á laug- ardögum; pallbílnum eða gamla bílnum var ekið eftir malarveginum í bæinn; matvörur keyptar, bjór, efni í metratali, klipping, ostru- skeljar handa kjúklingunum, silki handa mönnunum; kjaftað á meðan þú sast uppi á heitri vélarhlífinni; farið í Medard Debbaut- bíóið til að sjá Hoppalong Kassidý, herra Nibs og éta popp. Þannig kynnti Minneota okkur björt ljós og borgir. Bærinn iðaði af nýjum skrjáfandi samfestingum; blær sumarkvöldsins týndur í völundar- húsi kámugs hárlakks leið hljóðlega hjá. En alltaf var Sara Kline þarna einhvers staðar til að minna á að þetta var ekki Ameríka Normans Rockwells, ekki Búnaðarsambands- plakat af ánægðum og velstæðum sveitafjölskyldum og að guði, jafn- vel þótt hann væri við skyldustörf á himnum í augnablikinu, hefði enn ekki tekist að gera alla hluti jafn vel úr garði. Svona var hið venjubundna hegðunarmynstur Holmfjölskyldunnar á laugardagskvöldum: pabbi heilsaði öllum sem mömmu fannst nauð- synlegt að heilsa. Síðan hvarf hann inn í karlahópinn til að spila vist, rommý og peningaspil, reykja kamel og drekka bjór, bölva og kjafta um sín karlamál. Á meðan rannsakaði móðir mín hvaða kostaboð hefðu skotið upp kollinum síðan síðast í Stórversluninni eða Jónskjöri. Konurnar skiptust á þessum venjubundnu upplýsingum og nutu sín á .ffiaytJá - HVAT? TALA THU ISLENZKU? 113
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.