Jón á Bægisá - 01.04.1997, Blaðsíða 72

Jón á Bægisá - 01.04.1997, Blaðsíða 72
David Arnason Næturlest til Barcelona Stundum veistu að tiltekin sýn mun ásækja þig frá því andartaki að henni bregður fyrir. Þú finnur til ósegjanlegrar þreytu, veist að einmitt þessir hlutir sem blasa við, þetta molnandi múrbrot, þessi sveigða trjágrein, þessi beygja á veginum sem rennur saman við sjón- deildarhringinn í fjarska, öll þessi þreytandi smáatriði munu birtast þér skýrt afmörkuð á ný meðan þú ekur bíl eða burstar tennurnar. Lakara er ef þetta eru andlit, hremmd í brosgrettu falskrar kveðju eða skyndilega grímulaus og full sársauka sem þú átt hlutdeild í. Orð eru öðruvísi. Þau þarfnast tíma til að vera til og geta því breyst. Þú getur raulað þau með sjálfum þér uns þau glata allri merk- ingu eða þú skiptir um hljóm og tónhæð þannig að þau snúi aftur til sjálfs sín og tákni eitthvað allt annað þegar þau koma til baka. Þú tekur næturlestina til Barcelona frá Austerlitz-stöðinni klukk- an 11.30. Það eru bara þrjár stöðvar með Metró frá hótelinu og tæp- ast hægt að villast þó þú sért ekki kunnugur neðanjarðarbrautinni. Það er hvorki veitingastofa né bar í lestinni svo þér er betra að birgja þig upp. Taktu með þér flösku af víni, fáeinar bjórdósir, nokkrar sam- lokur. Þú færð þær á stöðinni. Og appelsínur í morgunverð til að taka óbragðið úr munninum. Það verður rigning í Beaumont-Hamel og þú getur ekki ímyndað þér að þar geti nokkurntíma annað en rignt. Grafirnar eru fullar af rauðri leðju sjötíu árum síðar. Hólarnir og gígarnir eru grasivaxnir en síðasta daginn í mars er grasið gisið og gulnað. Regnið hrynur eins og tár niður um vanga þína. Þér finnst þú hafa týnt einhverju eða sett það á rangan stað og gáir í vasana. Farðu snemma í lestina svo þú sért viss um að missa ekki af henni. Finndu svefnklefa í reyklausa hlutanum af fyrsta farrýmisvagninum. Opnaðu bjórdós og horfðu inn um gluggann á lestinni á næsta spori, á íjölskylduna sem er að hagræða sér fyrir hina löngu ferð til Bordeaux eða Nice. Farðu úr skónum. Ef þú ert heppinn er enginn annar skráð- ur í sama klefa. Segðu „Spánn“ upphátt og þegar konan þín snertir hönd þína og brosir skaltu draga hana að þér og kyssa hár hennar. Það verður ömurlegra í Beaumont-Hamel. Þú uppgötvar að þrátt fyrir allt brynnirðu músum og rigningin er fislétt og köld. Þú gengur brott, brettir upp frakkakragann, langar ekki að hann rigni, langar ekki að brynna músum. Eftir andartak snýrðu til baka og lest nöfnin á minnismerkinu og þegar konan þín snýr sér skyndilega undan uppgötvar þú að hún er líka að brynna músum. Rétt í þann mund að þú finnur daufan rykkinn sem gefur til kynna að lestin hreyfist og þú varpar öndinni léttar og teygir fæturna yfir á sætið á móti, opnar ungi verkfræðingurinn dyrnar afsakandi. Bjóddu 70 á jSayúá - TÍMARIT ÞÝÐENDA 1*1997
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.