Jón á Bægisá - 01.04.1997, Blaðsíða 38

Jón á Bægisá - 01.04.1997, Blaðsíða 38
Garðar Baldvinsson hægt sé að sjá hana sem það eitt að mynd sé lögð yfir aðra og yfirtaki þannig þá sem fyrir var. Oft hefur verið bent á að hægt er að líta á alla hugsun og sérhverja tilraun til tals sem jafngildi þess að skrifa texta og ekki síður má líta á slík skrif sem þýðingu þar sem eitthvað (veru- leiki, geðhrif, hugsanir, tilfinningar eða fyrirbæri) er flutt yfir í tákn- kerfi sem á lítið sem ekkert skylt við þetta eitthvað. Einsog kom fram í umræðu minni um val á orðunum „hvíti Inúítinn" þá sýnir sjálft valið hversu hált og skreipt þetta ferli er. En það sýnir einnig að í nafngiftinni býr vald og tilraun til að ráða við heiminn, við umhverfi manns. Bæði The Prowler og ferðabókmenntirnar eru slík tilraun, en um leið aðlögun að heiminum og markaði hans. Þýðingarferli sem valdbeiting er einkenni á því sem í eftirlendu- fræðum er kallað „herraorðræða" („master discourse") og vísar til þess að orðræða valdhafans er orðræða nýlenduherranna, herra- þjóðarinnar. I þeirri orðræðu er nýlendan, eða landið sem herra- þjóðin leggur undir sig, ávallt annar. Mary Louise Pratt hefur not- að um slíka valdbeitingu í þýðingarferlinu hugtakið „mælskulist nærverunnar" (bls. 205) og vísar þá til hugmynda um það sem hún kallar „keisaralega sjálfsveru“, þ.e. að ferðalangar líti á sig sem holdgervinga herraþjóðarinnar eða ríkisins, en það þýðir að við- komandi er staðgengill þjóðhöfðingjans og tekur sér stöðu sem við- mið þegar hann skoðar hið nýja land. Heimahagarnir þýða þá ekki aðeins það almenna einsog landið, umhverfið og menninguna, heldur einnig það sértæka einsog manninn, einstaklinginn og þá siðmenningu sem hann tilheyrir innan menningar sinnar. Nýja landið einkennist fyrir þessu viðmiði af skorti, því þar skortir menningu, sögu, siði, meðvitund, fólkið er ósiðmenntað. Eru gerð- ar af því myndir sem hlutgera það, sýna það sem viðfang áhorfand- ans (ferðalangsins), eða þá að því hreinlega hlotnast ekki sá heiður að vera með á myndinni. Ferðalangurinn ætlar sér auðvitað að bæta upp skort íbúanna, ekki síst með því að sjá fyrir sér og jafnvel gera að raunveruleika mynd af sinni eigin heimaborg, t.d. með því að ímynda sér enskt iðnaðarumhverfi komið í auðnir Afríku.7 I ferðasögum um Island úir og grúir af slíkum keisaralegum sjálfs- verum og viðmiðum sem leitast við að bæta upp skort íslendinga og íslenskrar menningar. Þetta er mjög áberandi hjá Joseph Banks8 sem kom hingað 1772 (en með honum kom m.a. Uno von Troii) og James Bryce sem kom hingað 1872. Banks er að sjálfsögðu maður upplýs- ingarinnar og vill lýsa upp land og þjóð. Það fyrsta sem hann gerir 7 í bók sinni, Tveggja heima sýn, snýr María Anna Þorsteinsdóttir þessu ferli við á óvæntan hátt og veltir því fyrir sér hvort höfundur Ólafssögu, Eríkur Laxdal, hafi breytt undrum Kaupmannahafnar, „með öllum sínum turnum og eirþöktu höllum", í álfheima. (Sjá María Anna 1966, 1. kafla, 4. hluta „Nárnsár".) 8 Banks gaf aldrei út ferðasögu sína heldur fór handrit hennar víða og týndist um langt skeið en kom loks í leitirnar og var gefið út 1973 (sjá Rauschenberg, bls. 186-226). 36 d Æœpriiá - TÍMARIT ÞÝÐENDA 1 • 1997
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.