Jón á Bægisá - 01.04.1997, Blaðsíða 9

Jón á Bægisá - 01.04.1997, Blaðsíða 9
.Kalda stríðið' samræmingar. Önnur nöfn skolast einnig til því Laura nefnir Guð- rúnu Ósvífursdóttur nokkrum sinnum til sögunnar en kallar hana ávallt „Gudrid.“ Þormóður Kolbrúnarskáld fær einnig á sig nokkuð framandi mynd þegar Laura lýsir honum sem hörpuleikara Ólafs Nor- egskonungs sem syngur með ör í hjartastað. Bæði sagnaatriðin færir Margrét í það horf sem við eigum að venjast. Undravert er hversu vel Lauru tekst að staðfæra atburði á íslandi ef á það er litið að hún kom hingað aldrei. En fyrir kemur að henni skeikar verulega og endurrað- ar íslensku landslagi - færir t.d. Ódáðahraun suður fyrir Vatnajökul þegar hún nefnir „Odadahraun (Lava of Evil Deeds) on the tableland of Skapta Jökull, two to four thousand feet above sea-level...“ (72).4 Margrét færir í staðrétt horf: „Ódáðahraun, sem liggur norðan Vatnajökuls, milli Skjálfandafljóts og Jökulsár á Fjöllum..." (81). Þessi atriði eru meðal „yfirborðshnökra" sem þarfnast lagfæringar í þýðingu á verki sem höfundur setur fram sem sannsögulega frásögn. En menningarbundnir hnökrar koma einnig fyrir. I endurminn- ingum sínum færir Laura íslensk mannanöfn í enskt horf eftir því sem við verður komið (kötturinn Gráni er einn um þann heiður að fá alíslenskt nafn). Meginreglur Margrétar í meðferð nafna eru prýðis- lausnir og hefðu mátt haldast án frávika: að halda erlendum nöfnum5 og vestur-íslenskum eftirnöfnum óbreyttum, en laga vestur-íslensk skírnarnöfn að íslenskum sið. Margrét heldur sumum vestur-íslensk- um eftirnöfnum óbreyttum: Ericson, Halson, Olson, Johnson og Bardal. Önnur færir hún í íslenskara horf: Swainson verður að Sveinsson, Frederickson að Friðriksson og Borgford að Borgfjörð. Að ósekju hefðu öll eftirnöfn mátt standa óbreytt.6 Öðru máli gegnir um vestur-íslensk skírnar- og gælunöfn sem Margrét færir í íslenska mynd: Kristine verður að Kristínu, Sofie að Soffíu, Noni að Nonna, Margot að Margréti, Steinun að Steinunni, Finny að Finna og Minty að Munda.7 í frásögn af Islendingum í Vesturheimi eru enskar mynd- ir þessara skírnarnafna heldur ótrúverðugar á íslensku, enda líkleg- ast að fólkið hafi gegnt íslenskum skírnarnöfnum meðal Vestur- 4 Confessions of an Immigmnt’s Daugther (1939), (Toronto: University of Toronto Press, 1981). 5 Rétt hefði verið að halda óbreyttri nafnmynd Lauru, einnar vinkonu skáldkon- unnar, til aðgreiningar frá skáldkonunni sjálfri sem er ýmist kölluð Lala, Lalla, eða Lara, en Margrót einfaldar í Lalla og Lára. 6 Þetta á einkum við um fjölskyldunafn skáldkonunnar sjálfrar, en það birtist í þremur ólíkum myndum: Gudmundson, Gudman og Goodman. Þessar nafn- myndir eru forvitnilegt dæmi um aðlögun íslenskra mannanafna að enskri nafna- og málhefð og gefa til kynna hvemig Guðmundsson verður að Goodman í millinafni höfundar. Þetta ferli verður nokkuð óljóst í þýðingunni því Mar- grét heldur Goodman óbreyttu en breytir Gudmundson í Guðmundsson og Gudman í Guðmann. 7 Faðir Lauru, Lárus Guðmundsson, gengur undir nafninu Lars í frásögn henn- ar. Þá mynd nafnsins lætur Margrét haldast, ólíkt öðrum vestur-íslenskum skírnarnöfnum, þrátt fyrir að Lárus Guðmundsson hafi verið nafnkunnur í d Jföapdá - HVAT? TALA THU ISLENZKU? 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.