Jón á Bægisá - 01.04.1997, Side 55
Maðurinn sem alltaf vantaði salernispappír
Einar leyfði engum að snerta sínar bækur. En hann læsti aldrei hús-
inu og stundum, í örvæntingu, þegar ég vissi að hann var úti á ökrum
að vinna eða í bænum að versla, læddist ég inn og gleypti í mig les-
efni, bæði augun á síðunni og bæði eyrun stillt á hljóðið frá dráttar-
vél eða vörubíl sem æki í hlað. Kæmi hann að mér í húsinu þóttist
ég vera í sendiferð eða hafa komið til að spyrja hann ráða. í fyrstu
kom þessi laumulestur minn ekki að eins miklu gagni og ég hafði
vonað. Þótt ég kæmist upp á lagið með að lesa mjög hratt, gleymdi ég
flóknum rökunum og dæmunum. í örvæntingu fór ég að skrifa niður
mikilvæg atriði, draga saman langt mál og læra síðan utan að óhult-
ur í herberginu mínu.
Bæklingur sem lýsti því að öðlast mætti hamingju með því að
sækja um lán til að kaupa nýjan bíl varð að völundarhúsi rökræðna
um vexti, okrara og Biblíuna. Ég fór til borgarinnar að hjálpa föður
mínum að selja nýslátraða kjúklinga við húsdyr fólks (þeir voru
hættir að verpa og yrðu brátt svo ólseigir að enginn gæti unnið á
þeim nema bjarndýrshúnar) og notaði tækifærið að skjótast í forn-
bókaverslun þar sem ég fékk kennslubók í hagfræði og vaxtatöflur
fyrir fimmtíu sent hvora bók. Bóksalinn reyndi að selja mér skáld-
sögu um börn í sumarleyfi (ég var þrettán ára), en þegar hann sá að
ég var ákveðinn í að kynna mér starfsemi okrara sagði hann mér að
fara á bókasafnið og gaf mér heimilisfangið þar. Ég þurfti að fara þrjár
helgarferðir til borgarinnar áður en ég lærði að nota spjaldskrána og
í fyrstu stóð mér ógn af bókafjöldanum. Rökin sem fram komu gegn
bílakaupum voru fjölmörg en ég sat fast við minn keip. Ég ágirntist í
laumi rauðan blæjubíl og var þegar farinn að gera áætlanir um að fá
vinnu hjá Vegagerðinni strax og ég lyki skóla og eyða mínum litlu
launum í afborganir af einmitt slíku farartæki. Ég lá vakandi á næt-
urnar og hugsaði um það klukkustundum saman hvernig ég kæmi til
með að aka eftir aðalgötunni og vegfarendur horfðu á mig með aðdá-
un og ég ætlaði ekki að láta neinn komast upp með að segja að það
væri glatað fé að kaupa bíl með afborgunum.
Sú eina sem Einar réðst ekki gegn var móðir mín. Öllum öðrum
sem létu í ljósi skoðun, hversu kær sem hún var þeim, var ögrað með
spurningunni: „Geturðu sannað það?“ Líf mitt snerist um sannanir.
í hvert sinn sem ég opnaði munninn hafði ég tiltæk þrjú dæmi til að
styðja skoðun mína.
Kvöld eitt sagði mamma við einn yngri bræðra minna: „Drekktu
mjólkina þína, hún er holl.“
Hún hafði varla sleppt orðinu þegar ég stökk upp úr sætinu og
spurði: „Geturðu sannað það?“
Henni sveið að þekking kvenna sem gengið hafði frá kynslóð til
kynslóðar skyldi vera véfengd og svaraði: „Hún styrkir beinin. Og
tennurnar."
jfav d 38ee?.dá - HVAT? TALA THU ISLENZKU?
53