Jón á Bægisá - 01.04.1997, Síða 55

Jón á Bægisá - 01.04.1997, Síða 55
Maðurinn sem alltaf vantaði salernispappír Einar leyfði engum að snerta sínar bækur. En hann læsti aldrei hús- inu og stundum, í örvæntingu, þegar ég vissi að hann var úti á ökrum að vinna eða í bænum að versla, læddist ég inn og gleypti í mig les- efni, bæði augun á síðunni og bæði eyrun stillt á hljóðið frá dráttar- vél eða vörubíl sem æki í hlað. Kæmi hann að mér í húsinu þóttist ég vera í sendiferð eða hafa komið til að spyrja hann ráða. í fyrstu kom þessi laumulestur minn ekki að eins miklu gagni og ég hafði vonað. Þótt ég kæmist upp á lagið með að lesa mjög hratt, gleymdi ég flóknum rökunum og dæmunum. í örvæntingu fór ég að skrifa niður mikilvæg atriði, draga saman langt mál og læra síðan utan að óhult- ur í herberginu mínu. Bæklingur sem lýsti því að öðlast mætti hamingju með því að sækja um lán til að kaupa nýjan bíl varð að völundarhúsi rökræðna um vexti, okrara og Biblíuna. Ég fór til borgarinnar að hjálpa föður mínum að selja nýslátraða kjúklinga við húsdyr fólks (þeir voru hættir að verpa og yrðu brátt svo ólseigir að enginn gæti unnið á þeim nema bjarndýrshúnar) og notaði tækifærið að skjótast í forn- bókaverslun þar sem ég fékk kennslubók í hagfræði og vaxtatöflur fyrir fimmtíu sent hvora bók. Bóksalinn reyndi að selja mér skáld- sögu um börn í sumarleyfi (ég var þrettán ára), en þegar hann sá að ég var ákveðinn í að kynna mér starfsemi okrara sagði hann mér að fara á bókasafnið og gaf mér heimilisfangið þar. Ég þurfti að fara þrjár helgarferðir til borgarinnar áður en ég lærði að nota spjaldskrána og í fyrstu stóð mér ógn af bókafjöldanum. Rökin sem fram komu gegn bílakaupum voru fjölmörg en ég sat fast við minn keip. Ég ágirntist í laumi rauðan blæjubíl og var þegar farinn að gera áætlanir um að fá vinnu hjá Vegagerðinni strax og ég lyki skóla og eyða mínum litlu launum í afborganir af einmitt slíku farartæki. Ég lá vakandi á næt- urnar og hugsaði um það klukkustundum saman hvernig ég kæmi til með að aka eftir aðalgötunni og vegfarendur horfðu á mig með aðdá- un og ég ætlaði ekki að láta neinn komast upp með að segja að það væri glatað fé að kaupa bíl með afborgunum. Sú eina sem Einar réðst ekki gegn var móðir mín. Öllum öðrum sem létu í ljósi skoðun, hversu kær sem hún var þeim, var ögrað með spurningunni: „Geturðu sannað það?“ Líf mitt snerist um sannanir. í hvert sinn sem ég opnaði munninn hafði ég tiltæk þrjú dæmi til að styðja skoðun mína. Kvöld eitt sagði mamma við einn yngri bræðra minna: „Drekktu mjólkina þína, hún er holl.“ Hún hafði varla sleppt orðinu þegar ég stökk upp úr sætinu og spurði: „Geturðu sannað það?“ Henni sveið að þekking kvenna sem gengið hafði frá kynslóð til kynslóðar skyldi vera véfengd og svaraði: „Hún styrkir beinin. Og tennurnar." jfav d 38ee?.dá - HVAT? TALA THU ISLENZKU? 53
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.