Jón á Bægisá - 01.04.1997, Síða 30

Jón á Bægisá - 01.04.1997, Síða 30
Soffía Auður Birgisdóttir Allt í einu heyrði hún reiðilega karlmannsrödd ofan af efri hæðinni. Hún leit upp og þótti ótrúlegt það sem hún sá. Ungur sléttgreiddur karlmaður í dökkum jakkafötum rak á undan sér konu, hrakti hana með reiðilegum skömmum niður stigann. Konan var á háhæluðum skóm og átti erfitt með að halda jafnvæginu þar sem hún hrökklað- ist undan hranalegum pústrum unga mannsins þrep af þrepi og reyndi árangurslaust að veita viðnám. Hún var snyrtilega klædd í gráu pilsi og dökkbláum aðsniðnum jakka með silkiklút um hálsinn. Ljóst hárið féll slétt og velgreitt niður með vöngum. Hún gæti verið nýkomin úr hárgreiðslu. Hún gæti verið klippt úr tískublaði fyrir dæmigerðar breskar borgarakonur. Hvað var eiginlega um að vera? Hvað hafði slík kona unnið sér svo til óhelgi á þessum stað að þyrfti að reka hana út eins og ótíndan misindismann? Ætlaði enginn að koma konunni til hjálpar? Svo gagntekin óhug og undrun var hún að nokkur stund leið áður en hún greindi að karlmannsraddimar voru tvær. Saman við ókvæð- isflaum unga mannsins rann önnur karlmannsrödd, dýpri, mjög djúp, allt að því næturdjúp og það var ekki fyrr en hrindingarnar og fúkyrðin færðust nær að hún áttaði sig á því að þessi djúpa karl- mannsrödd kom úr konubarkanum og að undir kvenmannsfötunum leyndist karlmaður. Skyndilega sparn hann af öllu afli við fótum, kýttist í herðum og náði eldsnöggt að snúa sér við . . . Minningu sló sem leiftri niður í hugann. Nú slær hann, hugsaði hún ... nú slær hún. En hún sló ekki. Hún gaf frá sér öskur sem virt- ist eiga sór upptök innst inni í kviku, gólaði eins og hundelt ómálga dýr, og fyrir ofan hana í stiganum, þrepi ofar, eins og reistur hani, gnæfði ungi maðurinn og teygði fram höku, ógnandi og sigurstrang- legur eins og Nancy í bílglugganum, ýtin í öllum sínum yfirburðum að rífa úr manni iðrin, hjartað, tunguna (bls. 64-65) Þessi hluti kallast á við þriðja hluta. Klæðskiptingur, karlmaður í konufötum, manneskja föst í landamærahliðinu. Að slíkri mann- eskju er hlegið og sagðar af henni sögur. Á meistaralegan hátt hefur Svava Jakobsdóttir í þessari smásögu fléttað saman þessi efni sem við fyrstu sýn virðast kannski ekki svo skyld, en reynast við nánari athugun samofin í hvívetna: tungumál, sjálfsmynd og kyn. 28 d JSœydá - TÍMARIT ÞÝÐENDA 1*1997
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.