Jón á Bægisá - 01.04.1997, Side 78
Betty Jane Wylie
Jóhann fænda gera bróður hennar þennan grikk og tókst venjulega að
koma því svo íyrir að Dan væri nær Jóhanni frænda þegar þau hittu
hann - í eldhúsinu hjá ömmu eða í lyfjabúðinni hans, sem var við
hliðina á matvörubúð afa hennar.
Lyfjabúðin var miklu meira spennandi en Jóhann frændi.
Catherine kitlaði í nefið af lyktinni og eftirvæntingarhrollur fór um
hana þegar hún ýtti á þungar glerdyrnar sem opnuðust um leið og
heyrðist ánægjulegur hávaði í lokunni. Fullorðin minnist Kate
stundum lyfjabúðar frændans þegar sjaldgæfur ilmur berst að vitum
hennar í nýtísku lyfjabúðum - af hverju er þessi ilmur? Lyktin í búð
Jóhanns var ljúffeng blanda úr lyfjabúðinni og ísbúðinni, ilmur af
furunálapúðum og ilmsmyrslum og nýrri prentsvertunni á mynda-
sögunum sem Jóhann frændi leyfði Catherine og bróður hennar að
lesa í sameiginlegu vörugeymslunni bak við búðina.
Catherine og Dan bjuggu sér hreiður og virki úr hveiti- og korn-
sekkjum í þeim hluta vörugeymslunnar sem afi þeirra átti og þar
eyddu þau lestrartímunum yfir myndasögum Jóhanns: Batman,
Superman og frumskógadrottningunni Sheenu, með stinn brjóst
hjúpuð hlébarðafeldi.
Catherine þótti gaman að vera í búðinni en Jóhann frændi sagði að
það væri slæmt fyrir viðskiptin að smábörn væru að flækjast þar.
Jafnvel eftir að hún var orðin nógu gömul réð hann hana aldrei til að
vera við kassann í ís- og minjagripabúðinni. Hann réð alltaf stúlkur
úr bænum, stúlkur sem klæddust þröngum peysum sem strengdust
yfir falleg, ávöl brjóstin. Catherine velti því fyrir sér hvort frændi
hennar áliti að þær löðuðu að viðskiptavini. Og Jóhann bauð aldrei
upp á mjólkurhristing, þótt hann gæfi Catherine stundum fimmtíu
sent svo hún gæti keypt sér ísdrykk sjálf.
Henni fannst gaman að horfa á afgreiðslustúlkuna tilreiða drykkinn.
Jóhann átti alvöruísbar úr marmara með krómhandföngum merktum
vanilla, súkkulaði, hindber, jarðarber og sarsaparilla (bragð sem hann
átti ekki). Hann keypti allar sósurnar tilbúnar nema súkkulaðið.
Dagurinn sem súkkulaðisósan var búin til var ljúfsár. Catherine
þurfti að gæta þess vel að Jóhann frændi vissi ekki að hún væri
þarna, falin ásamt frumskógadrottningunni í pokahreiðri bakatil í
húsinu. Hann kom fyrir hitaplötu á gömlu borði í vörugeymslunni.
Síðan tók hann stóran súpupott og hrærði saman því sem í sósuna
fór. Uppskriftin var leyndarmál. Síðan setti hann á lægsta straum og
lét súkkulaðið malla allt síðdegið og kom við og við til að hræra í og
smakka. Súkkulaðilyktin yfirgnæfði jafnvel fúkkalyktina af hveiti-
pokunum. Frumskógadrottningin og lykt af súkkulaðisósu eru enn
órjúfanlega tengdar í huga Kate.
Súkkulaðisósa Jóhanns frænda var listaverk. En var Jóhann frændi
listamaður? Catherine vissi að hún gæti aldrei spurt hann að því.
76
jfev á Jföapáá - TÍMARIT ÞÝÐENDA 1-1997