Jón á Bægisá - 01.04.1997, Page 78

Jón á Bægisá - 01.04.1997, Page 78
Betty Jane Wylie Jóhann fænda gera bróður hennar þennan grikk og tókst venjulega að koma því svo íyrir að Dan væri nær Jóhanni frænda þegar þau hittu hann - í eldhúsinu hjá ömmu eða í lyfjabúðinni hans, sem var við hliðina á matvörubúð afa hennar. Lyfjabúðin var miklu meira spennandi en Jóhann frændi. Catherine kitlaði í nefið af lyktinni og eftirvæntingarhrollur fór um hana þegar hún ýtti á þungar glerdyrnar sem opnuðust um leið og heyrðist ánægjulegur hávaði í lokunni. Fullorðin minnist Kate stundum lyfjabúðar frændans þegar sjaldgæfur ilmur berst að vitum hennar í nýtísku lyfjabúðum - af hverju er þessi ilmur? Lyktin í búð Jóhanns var ljúffeng blanda úr lyfjabúðinni og ísbúðinni, ilmur af furunálapúðum og ilmsmyrslum og nýrri prentsvertunni á mynda- sögunum sem Jóhann frændi leyfði Catherine og bróður hennar að lesa í sameiginlegu vörugeymslunni bak við búðina. Catherine og Dan bjuggu sér hreiður og virki úr hveiti- og korn- sekkjum í þeim hluta vörugeymslunnar sem afi þeirra átti og þar eyddu þau lestrartímunum yfir myndasögum Jóhanns: Batman, Superman og frumskógadrottningunni Sheenu, með stinn brjóst hjúpuð hlébarðafeldi. Catherine þótti gaman að vera í búðinni en Jóhann frændi sagði að það væri slæmt fyrir viðskiptin að smábörn væru að flækjast þar. Jafnvel eftir að hún var orðin nógu gömul réð hann hana aldrei til að vera við kassann í ís- og minjagripabúðinni. Hann réð alltaf stúlkur úr bænum, stúlkur sem klæddust þröngum peysum sem strengdust yfir falleg, ávöl brjóstin. Catherine velti því fyrir sér hvort frændi hennar áliti að þær löðuðu að viðskiptavini. Og Jóhann bauð aldrei upp á mjólkurhristing, þótt hann gæfi Catherine stundum fimmtíu sent svo hún gæti keypt sér ísdrykk sjálf. Henni fannst gaman að horfa á afgreiðslustúlkuna tilreiða drykkinn. Jóhann átti alvöruísbar úr marmara með krómhandföngum merktum vanilla, súkkulaði, hindber, jarðarber og sarsaparilla (bragð sem hann átti ekki). Hann keypti allar sósurnar tilbúnar nema súkkulaðið. Dagurinn sem súkkulaðisósan var búin til var ljúfsár. Catherine þurfti að gæta þess vel að Jóhann frændi vissi ekki að hún væri þarna, falin ásamt frumskógadrottningunni í pokahreiðri bakatil í húsinu. Hann kom fyrir hitaplötu á gömlu borði í vörugeymslunni. Síðan tók hann stóran súpupott og hrærði saman því sem í sósuna fór. Uppskriftin var leyndarmál. Síðan setti hann á lægsta straum og lét súkkulaðið malla allt síðdegið og kom við og við til að hræra í og smakka. Súkkulaðilyktin yfirgnæfði jafnvel fúkkalyktina af hveiti- pokunum. Frumskógadrottningin og lykt af súkkulaðisósu eru enn órjúfanlega tengdar í huga Kate. Súkkulaðisósa Jóhanns frænda var listaverk. En var Jóhann frændi listamaður? Catherine vissi að hún gæti aldrei spurt hann að því. 76 jfev á Jföapáá - TÍMARIT ÞÝÐENDA 1-1997
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.