Jón á Bægisá - 01.04.1997, Blaðsíða 53

Jón á Bægisá - 01.04.1997, Blaðsíða 53
Maðurinn sem alltaf vantaði salernispappír Undir vaskinum á baðherberginu var tágakarfa. Þar sameinuðust sparsemi hans og stjórnmálaskoðanir á óvæntan hátt. Karfan var yfir- full af auglýsingum þar sem fólk var hvatt til að kaupa hluti eins og álglugga, nýjan miðstöðvarketil eða alfræðiorðabók. Þarna voru ótelj- andi fjáröflunarbréf. Þessa auglýsingabæklinga notaði hann í staðinn fyrir klósettpappír. Vegna þess hve vandaður pappírinn í þeim var stíflaðist salernið oft, en Einar kvartaði aldrei. Hann náði bara í drullusokkinn og á meðan við systkinin horfðum heilluð á, losaði hann stífluna. Birgðirnar af bæklingum endurnýjuðust í sífellu því ef hann sá eitthvað auglýst með fyrirheitum um að hann yrði auðugri, hamingjusamari eða heilbrigðari af að kaupa það, skrifaði Einar alltaf bréf og bað um upplýsingar. Að sögn póstmeistarans fékk frændi minn meiri póst en nokkur annar í héraðinu. Þótt alltaf væri þarna mikið af stjórnmálabæklingum (á hverju ári sendi hann samviskusamlega dollar til allra stjórnmálaflokkanna og fékk í staðinn endalausan straum af upplýsingum og áróðri), var hann róttækur í stjórnmálaskoðunum án þess að fylgja ákveðnum flokki. Stundum lá honum hlýtt orð til Tommy Douglas og Sam- vinnuhreyfingarinnar. Það sem hann hafði að segja um Þjóðernis- demókrata, Frjálslynda og íhaldsflokkinn var of ærumeiðandi til að hafa það eftir. Arangurinn af öllum þessum lestri og umræðum var sá að þegar ég var kominn í þriðja bekk kom ég kennurum mínum á óvart með því að vita nöfnin á hinum ýmsu stjórnmálaflokkum og hvernig stefnu- skrár þeirra voru. Einu sinni þegar ég spurði frænda minn hvernig hann kysi, gekk hann fram af móður minni með því að segja mér að ef hann kysi einhvern tíma, yrði val hans byggt á því hversu raka- drægur pappírinn í áróðursbæklingum flokkanna væri. Því meira glansandi sem pappírinn væri því síður væri hlutaðeigandi flokki treystandi. Aberandi í staflanum voru bæklingar og bréf frá trúfélögum sem báðu um eða heimtuðu peninga. Arin sem við fórum í þessar heim- sóknir, varð ég sérfræðingur í þeim ýmsu brögðum sem hægt er að beita til að ná sparifé af veikgeðja, sjúku, hræddu, öldruðu og fáfróðu fólki. Á þriðja ári í sálfræði skrifaði ég ritgerð um tilfinningaþátt fjáröfl- unar og kallaði hana „Fagnaðarerindi dollarsins“. Ég fékk A í einkunn og atvinnutilboð frá sambandi fyrrverandi stúdenta. Hann var, eins og ég sagði, sérkennilegur maður skapstyggur og áhyggjufullur, dökkur yfirlitum, þungur á bárunni, mjög þrætugjarn um stjórnmál, trúarbrögð og hagfræði, en talaði næstum aldrei um sjálfan sig. Einu sinni síðla kvölds eftir að hafa drukkið fimm eða sex heima- bruggaða bjóra sagðist hann engan metnað hafa nema þann einn að negla bankastjóra á hvern girðingarstaur allt í kringum landareignina. Þar sem ummál hennar var fjórar mílur hefðu bankastjórar orðið eins d Æayriid - HVAT? TALA THU ISLENZKU? 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.