Jón á Bægisá - 01.04.1997, Blaðsíða 27
A mörkunum
myrkt orð í sólskini, myrkt orð og eitrað . . . og í fátinu ætlaði hún
að spyrja Sínu hvað það þýddi en kom engu skiljanlegu orði út úr
sér, stamaði bara og hikstaði og fékk súrt eitur upp í munninn af því
að mitt í öllu þessu mundi hún að Sína var enn í landamærahliðinu
og gat ekki þýtt eitt tungumál yfir á annað. Sína smellti í góm og
telpan þurfti einskis framar að spyrja. Það þýddi landamæri . . .
smellur í hurð, smellur í hliði og kinnhesti . . . (bls. 63)
Með þessum orðum lýkur fimmta atriði sögunnar, hið sjötta og síð-
asta er eftir en ég ætla að geyma okkur það - um stund - og draga að-
eins saman það sem hefur verið rakið að framan.
Ef við bregðum okkur nú aðeins í gervi formgerðarskoðandans -
strúktúralistans - og skoðum byggingu þessarar smásögu, helstu eig-
indir hennar, hliðstæður, andstæður og endurtekin leiðartákn, þá
sjáum við fljótt hversu meistaralega hér er ofinn texti. Eins og áður
segir er sagan í sex hlutum (ég hef þegar rakið fimm þeirra efnislega).
Við formgerðargreiningu sjáum við að fyrstu tveir hlutarnir eru ofnir
úr hliðstæðum eigindum: I þeim fyrsta er sögusvið skip á rúmsjó,
aðalpersónan Hvína, atriðið lýsir missi þess gamla, atvikið sem
skiptir sköpum er hvarf Hvínu út um kýraugað sem veldur því að
hurð lokast með smelli í höfði telpunar. í öðrum hluta er sögusvið bíll
á landi, aðalpersónan er Nancy, atriðið lýsir þvingun þess nýja, atvik-
ið sem skiptir sköpum er smellur í löðrungi á kinn Nancyar. A sama
hátt kallast á hluti fjögur og fimm. í þeim fjórða er ímyndaður maga-
skurður á mömmum hliðstæður atriðum úr fimmta hluta: bæði hinni
eiginlegu kviðristu sem framkvæmd hefur verið á nautskrokknum
sem hangir tómur á krók hjá slátraranum, en iðrin, hjartað, maginn og
tungan, í trogi öllum til sýnis, og hinni óeiginlegu kviðristu sem fram-
kvæmd hefur verið á heimili stúlkunnar þegar innvolsið, iðrin, eru
borin út tif uppboðs öllum til sýnis. Og auðvitað kallast allar þessar
kviðristur og iðrasýningar, ímyndaðar, raunverulegar og táknrænar, á
við það sem fram fer í öðrum hluta þegar Nancy er að þvinga telpuna
til hins kórrétta framburðar á orðinu „radio“: „Nancy hafði augun
límd við munninn á henni, rýndi upp í hana, framhjá tönnunum, nið-
ur í kok. Nancy fylgdist með hljóðinu alveg neðan úr maga.“ Það er
kannski oftúlkun að halda því fram að hér sé um kviðristu að ræða,
öllu fremur mætti kalla þetta magaspeglun - sem leiðir svo til upp-
reisnar magans, tungu og handar sem slær.
Þessar hliðstæður, sem oft á tíðum snúast líka upp í andstæður,
eru nokkuð augljósar í frásögninni allri og það sama gildir um end-
urtekin stef, nokkurs konar leiðarstef sem hljóma í örlítið breyttum
myndum í gegnum alla söguna. Eg hef minnt á þau á leiðinni gegn-
um textann og ég tel að við getum skipt þeim í þrjá flokka: í fýrsta
flokki eru orð eins og landamæri, borðstokkur, reginhaf, landamæra-
haf, landamærahlið, útjaðar. í öðrum flokki eru orð eins og: orð,
d Æayóiá - HVAT? TALA THU ISLENZKU?
25