Jón á Bægisá - 01.04.1997, Síða 27

Jón á Bægisá - 01.04.1997, Síða 27
A mörkunum myrkt orð í sólskini, myrkt orð og eitrað . . . og í fátinu ætlaði hún að spyrja Sínu hvað það þýddi en kom engu skiljanlegu orði út úr sér, stamaði bara og hikstaði og fékk súrt eitur upp í munninn af því að mitt í öllu þessu mundi hún að Sína var enn í landamærahliðinu og gat ekki þýtt eitt tungumál yfir á annað. Sína smellti í góm og telpan þurfti einskis framar að spyrja. Það þýddi landamæri . . . smellur í hurð, smellur í hliði og kinnhesti . . . (bls. 63) Með þessum orðum lýkur fimmta atriði sögunnar, hið sjötta og síð- asta er eftir en ég ætla að geyma okkur það - um stund - og draga að- eins saman það sem hefur verið rakið að framan. Ef við bregðum okkur nú aðeins í gervi formgerðarskoðandans - strúktúralistans - og skoðum byggingu þessarar smásögu, helstu eig- indir hennar, hliðstæður, andstæður og endurtekin leiðartákn, þá sjáum við fljótt hversu meistaralega hér er ofinn texti. Eins og áður segir er sagan í sex hlutum (ég hef þegar rakið fimm þeirra efnislega). Við formgerðargreiningu sjáum við að fyrstu tveir hlutarnir eru ofnir úr hliðstæðum eigindum: I þeim fyrsta er sögusvið skip á rúmsjó, aðalpersónan Hvína, atriðið lýsir missi þess gamla, atvikið sem skiptir sköpum er hvarf Hvínu út um kýraugað sem veldur því að hurð lokast með smelli í höfði telpunar. í öðrum hluta er sögusvið bíll á landi, aðalpersónan er Nancy, atriðið lýsir þvingun þess nýja, atvik- ið sem skiptir sköpum er smellur í löðrungi á kinn Nancyar. A sama hátt kallast á hluti fjögur og fimm. í þeim fjórða er ímyndaður maga- skurður á mömmum hliðstæður atriðum úr fimmta hluta: bæði hinni eiginlegu kviðristu sem framkvæmd hefur verið á nautskrokknum sem hangir tómur á krók hjá slátraranum, en iðrin, hjartað, maginn og tungan, í trogi öllum til sýnis, og hinni óeiginlegu kviðristu sem fram- kvæmd hefur verið á heimili stúlkunnar þegar innvolsið, iðrin, eru borin út tif uppboðs öllum til sýnis. Og auðvitað kallast allar þessar kviðristur og iðrasýningar, ímyndaðar, raunverulegar og táknrænar, á við það sem fram fer í öðrum hluta þegar Nancy er að þvinga telpuna til hins kórrétta framburðar á orðinu „radio“: „Nancy hafði augun límd við munninn á henni, rýndi upp í hana, framhjá tönnunum, nið- ur í kok. Nancy fylgdist með hljóðinu alveg neðan úr maga.“ Það er kannski oftúlkun að halda því fram að hér sé um kviðristu að ræða, öllu fremur mætti kalla þetta magaspeglun - sem leiðir svo til upp- reisnar magans, tungu og handar sem slær. Þessar hliðstæður, sem oft á tíðum snúast líka upp í andstæður, eru nokkuð augljósar í frásögninni allri og það sama gildir um end- urtekin stef, nokkurs konar leiðarstef sem hljóma í örlítið breyttum myndum í gegnum alla söguna. Eg hef minnt á þau á leiðinni gegn- um textann og ég tel að við getum skipt þeim í þrjá flokka: í fýrsta flokki eru orð eins og landamæri, borðstokkur, reginhaf, landamæra- haf, landamærahlið, útjaðar. í öðrum flokki eru orð eins og: orð, d Æayóiá - HVAT? TALA THU ISLENZKU? 25
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.